Elliðavatn fer vel af stað!

Það er búið að vera fín veiði í Elliðavatni það sem af er tímabils, en vatnið opnaði 22. apríl s.l.

Sævar Snorrason var við veiðar í vatninu í gær og setti í tvo urriða en landaði einum.  Fleiri veiðimenn voru að fá fallega urriða um helgina en bleikjan er ekki enn farin að sýna sig.

Við minnum veiðimenn á að það er bannað að veiða í Suðurá sem rennur út í Helluvatn.

 

Góða skemmtun!

 

Veiðikortið 

Veiði hefst í Elliðavatni sumardaginn fyrsta!

 

Veiðisumarið hefst í Elliðavatni sumardaginn fyrsta

Elliðavatn sem er á mörkum Reykjavíkur og Kópavogs er eitt vinsælasta silungsveiðivatn á Íslandi. Þangað leggja leið sína þúsundir veiðimanna á öllum aldri ár hvert.  Síðustu sumur hafa verið góð og það er í raun magnað að hægt sé að komast í slíkar veiðilendur steinsnar frá ys og þys borgarinnar.

Á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 23. apríl hefst veiðin í Elliðavatni enn eitt árið. Vatnið breiðir út faðm sinn og tekur vel á móti yngri veiðimönnum sem hinum eldri. En Elliðavatn getur líka verið krefjandi veiðivatn og er oft kallað „háskóli fluguveiðimannsins“. Elliðavatn er oft gjöfult, ekki síst framan af veiðitímabilinu og það er enngin ástæða til annars en að láta sig hlakka til þess að njóta útiverunnar við vatnið.

Veiðikortið – sem er stoltur leigutaki og umsjónaraðili Elliðavatns – býður veiðimenn á öllum aldri hjartanlega velkoma til veiða í Elliðavatni í sumar og hvetur til þess að menn opni veiðisumarið í vatninu og haldi þannig með viðeigandi hætti upp á sumarkomuna; í Elliðavatni á sumardaginn fyrsta!

Veiðikortið fæst um allt land, á bensínstöðvum, í veiðibúðum auk þess sem hægt er að panta það hér á heimasíðunni veidikortid.is og fá það sent heim.

 

Gagnlegt er að skoða bæklinginn sem hann Geir Thorsteinsson gerði um Elliðavatnið:  << SMELLA HÉR >>

 

Elliðavatn opnar á morgun – sumardaginn fyrsta!

Nú er veturinn á enda og sumardagurinn fyrsti að renna upp.  Fyrir veiðimenn er það mikið ánægjuefni enda opnar Elliðavatnið fyrir veiði þá og það eru margir sem nota þann dag til að hefja veiðitímabilið. Fjöldi veiðimanna sækir vatnið á opnunardeginum til að veiða og hitta aðra veiðimenn. Í fyrra var 7°hiti um kl. 7 að morgni, en hætt er við að það verði eitthvað kaldara í fyrramálið enda spáir um 0-1° fyrir hádegi. 

Read more “Elliðavatn opnar á morgun – sumardaginn fyrsta!”