Staðsetning:
Hnit: 65° 32.415'N, 20° 10.595'W

Daglegur veiðitími
Leyfilegt er að veiða frá kl. 07:00 til 24:00

Veiðitímabil
Veiðitímabilið stendur yfir frá 1. júní til 31. ágúst.

Svínavatn í Húnaþingi - Norðurland

Svínavatn er í Húnavatnshreppi í A- Húnavatnssýslu í nágrenni við Blönduós.

Leiðarlýsing og fjarlægð frá Reykjavík og næsta bæjarfélagi

Frá Reykjavík eru um 240 km í vatnið. Farið er út af þjóðvegi nr. 1 við þjóðveg 724 og þaðan eru um 9 km. að vatninu.

Upplýsingar um vatnið

Vatnið er 12 km2 að stærð, og liggur í 130 m hæð yfir sjávarmáli. Mesta dýpi er um 30 metrar.
Dagsleyfi
Dagsleyfi

Hér getur þú keypt stök leyfi í ýmis vötn

Kaupa

Veiðisvæðið

Veiðisvæðið er fyrir landi Stóra-Búrfells og Reykja í Húnavatnshreppi, eins og meðfylgjandi kort sýnir. Veiðikortshafar geta farið til veiða án þess að tilkynna komu sýna sérstaklega en þurfa að hafa Veiðikortið við höndina þegar veiðivörður vitjar veiðimanna. Athugið að slóðar geta verið varasamir í bleytu. Fara þarf í gegnum blátt hlið, ekið í gegnum tún, niður að vatninu, þegar veiða á í landi Stóra-Búrfells.

Gisting

Hægt er að kaupa gistingu á Hótel Húnavöllum í uppábúnum rúmum með morgunverði eða svefnpokapláss auk þess sem þar eru góð tjaldstæði. Símar: 453-5600 og 898 -4685

Veiði

Mest veiðist af urriða en einnig er þar töluvert af bleikju.

Agn

Fluga maðkur og spúnn.

Besti veiðitíminn

Veiði er nokkuð jöfn yfir daginn og allan veiðitímann.

Reglur

Veiðimenn eru beðnir um að skilja ekki eftir sig rusl. Akstur utan vega er stranglega bannaður. Veiðimenn geta farið til veiða án þess að tilkynna komu sýna sérstaklega, en þurfa að hafa Veiðikortið við höndina þegar veiðivörður vitjar veiðimanna.

Veiðivörður

Ef veiðimenn vilja fá upplýsingar á staðnum geta þeir hringt í ábúendur: Grím á Reykjum í GSM: 892-4012 og Jón á Stóra-Búrfelli í GSM: 868-3750.