Staðsetning:
Hnit: 64° 11.964'N, 21° 27.911'W

Daglegur veiðitími
Leyfilegt er að veiða frá kl. 7 til kl. 24.

Veiðitímabil
Hefst 1. apríl og lýkur 30. september.

Leirvogsvatn - Vesturland

Leirvogsvatn er í Mosfellsbæ og liggur við Þingvallaveginn.

Leiðarlýsing og fjarlægð frá Reykjavík og næsta bæjarfélagi

Ekið er Þingvallaveg sem leið liggur um 10 km má sjá Leirvogsvatn á hægri hönd á austurleið. Vatnið er í um 30 km fjarlægð frá Reykjavík.

Upplýsingar um vatnið

Leirvogsvatn er um 1,2 km2 að flatarmáli og hefur 16 metra dýpi, þegar mest er. Það liggur 211 metra yfir sjávarmáli rétt við Þingvallaveginn.  Leirvogsá rennur úr vatninu en bannað er að veiða í ánni.

Veiðisvæðið

Veiði er aðeins heimil í suðurhluta vatnsins.  Stranglega bannað að veiða í norðurhluta vatnins.

Gisting

Ekki er heimilt að tjalda við vatnið en við bendum á ferðaþjónustur í nágrenninu auk þess sem stutt er að gistingu.

Veiði

Í vatninu veiðist bæði bleikja og urriði, bæði litlir og stórir fiskar.  Netaveiði er bönnuð fyrir handhafa Veiðikortsins.

Agn

Allt löglegt agn: Fluga, maðkur og spónn

Besti veiðitíminn

Nokkuð jöfn veiði er yfir sumarið.

Reglur

Veiðmenn skulu hafa Veiðikortið á sér til að sýna veiðiverði þegar hann vitjar veiðimanna.  Veiðimenn eru einnig vinsamlegast beðnir um að fylla út Veiðiskýrslu á vefnum og senda okkur með tölvupósti.