Staðsetning:
Hnit: 65° 18.564'N, 14° 26.178'W

Daglegur veiðitími
Heimilt er að veiða frá morgni til kvölds.

Veiðitímabil
Allt árið um kring

Urriðavatn - Austuland

Urriðavatn er í nágrenni við Egilsstaði

Leiðarlýsing og fjarlægð frá Reykjavík og næsta bæjarfélagi

Vatnið er  í 664 km. fjarlægð frá Reykjavík og 5 km. frá Egilsstöðum.  Þjóðvegir 1 og 925 liggja við vatnið.  Greiðfært er fyrir alla bíla að vatninu.

Upplýsingar um vatnið

Vatnið er u.þ.b. 1,1 km² að flatarmáli.  Mest dýpt er um 15 m. og stendur vatnið í um 40 m. hæð yfir sjávarmáli.  Hafralónslækur og Merkilækur renna í Urriðavatn, en þaðan er útfall Urriðavatnslækjar.

Dagsleyfi
Dagsleyfi

Hér getur þú keypt dagsleyfi í Urriðavatn

Kaupa

Veiðisvæðið

Veiða má í öllu vatninu. Helstu veiðistaðir eru við ósa Hafralækjar og Urriðavatnslækjar, en einnig við hitaveitutanka og víðar.

Gisting

Hægt er að kaupa tjaldstæði hjá Skipalæk sem er skammt frá Lagarfjóti. Ekki er heimilt að tjalda við vatnið.

Veiði

Í vatninu er eingöngu bleikju að finna.  Uppistaðan er 1 punda bleikja, en þó slæðast með stærri fiskar.

Agn

Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spónn.

Besti veiðitíminn

Fyrst á vorin, þegar ísa leysir. Mest veiðist í stillu

Annað

Gott berjaland er í nágrenni við Urriðavatns auk þess sem Vök baðhús er við vatnið.

Reglur

Vinsamlegast skiljið ekki eftir rusl og stranglega bannað er að aka utan vegar.  Veiðikorthafar þurfa að skrá sig á bænum Urriðavatni og sýna nauðsynleg skilríki.  Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa.

Veiðivörður

Jón Steinar Benjamínsson, Urriðavatni, s: 471-2060