Staðsetning:
Hnit: 63° 56.507'N, 20° 29.625'W

Daglegur veiðitími
Heimilt er að veiða allan sólarhringinn

Veiðitímabil
Veiði er heimilt allt árið um kring.

Gíslholtsvatn - Suðurland

Gíslholtsvatn er í Holtahreppi í Rangárþingi.

Leiðarlýsing og fjarlægð frá Reykjavík og næsta bæjarfélagi

Frá Reykjavík eru um 85 km að Gíslholtsvatni.  Beygt inn á Heiðarveg nr. 284 frá þjóðvegi nr. 1 rétt austan við Þjórsá.

Upplýsingar um vatnið

Tvö vötn eru á svæðinu, Eystra og Vestra- Gíslholtsvatn.  Handhafar Veiðikortsins mega aðeins veiða í eystra vatninu að vestanverðu, þ.e.a.s í landi Gíslholts.  Gíslholtsvatn er um 1,6 km2 að flatarmáli og í 65m hæð yfir sjávarmáli.  Mesta dýpt er um 8 m. en meðadýpt um 2,5 m.
Dagsleyfi
Dagsleyfi

Hér getur þú keypt dagsleyfi í Gíslholtsvatn

Kaupa

Veiðisvæðið

Veiði er heimil í eystra vatninu, fyrir landi Gíslholts.  Sjá kort.

Gisting

Mögulegt er að fá að tjalda við vatnið í samráði við landeiganda.

Veiði

Staðbundin bleikja og urriði.  Bleikjan er öllu jöfnu nokkuð smá en urriðinn getur verið vel vænn.

Agn

Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spónn.

Besti veiðitíminn

Nokkuð jöfn veiði er í vatninu yfir sumarið.  Urriðinn tekur yfirleitt sérstaklega vel snemma á sumrin.

Reglur

Vinsamlegast skiljið ekki eftir rusl og stranglega bannað er að aka utan vega.  Handhöfum Veiðikortsins er heimilt að fara beint niður að vatni en hafa Veiðikortið sýnilegt í bílglugga til þæginda fyrir veiðivörð. Lausaganga hunda er bönnuð á svæðinu. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa. Veiði úr bátum er bönnuð.

Annað

Veiðimenn eru beðnir um að fara farlega þar sem bakkarnir eru viðkvæmir á sumum stöðum og eitthvað hefur hrunið úr þeim á stöku stað.

Veiðivörður

Bryndís Dyrving, Gíslholti, S: 487-6553 /
GSM: 847-5787