Staðsetning:
Hnit: 64° 52.022'N, 22° 0.075'W

Daglegur veiðitími
Leyfilegt er að veiða frá morgni til kvölds.

Veiðitímabil
Heimilt að veiða frá enda maí til 31.ágúst

Hítarvatn á Mýrum - Vesturland

Hlíðarvatn er á Mýrum í Borgarbyggð.

Leiðarlýsing og fjarlægð frá Reykjavík og næsta bæjarfélagi

Ekið er inn á Snæfellsnesið við Borgarnes og þaðan er beygt inn í Hítardal. Vatnið er í um 120 km fjarlægð frá Reykjavík sé ekið um Hvalfjarðargöng og um 40 km frá Borgarnesi.

Upplýsingar um vatnið

Hítarvatn er 7,6 km2 að stærð og stendur í 147 m hæð yfir sjávarmáli. Úr vatninu rennur Hítará, sem er með þekktari laxveiðiám landsins. Svæðið er tilvalið fyrir fjölskyldur til að eyða góðri stund saman við veiðar og útivist. Mikil náttúrufegurð er við vatnið. Vekja ber athygli á, að mikið er af mýflugum við vatnið.

Dagsleyfi
Dagsleyfi

Hér getur þú keypt stök leyfi í Hítarvatn

Kaupa

Veiðisvæðið

Heimilt er að veiða í öllu vatninu.

Gisting

Handhafar Veiðikortsins geta tjaldað við vatnið án endurgjalds gegn því að ganga vel um svæðið. Einnig er þar að finna gott gangnamannahús, þar sem kaupa má gistingu hjá Ferðafélagi Borgarfjarðahéraðs, nánari uppl, með tölvupósti, ffb@ffb.is.

Veiði

Mjög góð silungsveiði er í vatninu, bæði urriði og bleikja og eru dæmi þess, að veiðimenn komi heim með yfir hundrað fiska eftir helgardvöl við Hítarvatn. Góð veiði er jafnan þar, sem lækir renna í vatnið, undir hrauni sem og inn í botni vatnsins.

Agn

Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spónn.

Besti veiðitíminn

Nokkuð jöfn veiðivon er yfir veiðitímabilið.

Reglur

Athugið að ekkert símasamband er upp við vatnið. Veiðimenn verð því að tryggja að hafa Veiðikortið eða dagleyfi við höndina þegar farið er til veiða til að geta sýnt það veiðiverði þegar og ef hann vitjar veiðimanna.Veiðimenn eru beðnir um að skilja ekki eftir sig rusl. Aðeins eru leyfðar 40 stangir í vatninu á hverjum tíma. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa. Veiðimönnum er bönnuð notkun báta á vatninu. Þá skal einnig tekið fram að lausaganga hunda er bönnuð. Veiðiskráning á veidikortid.is/veidiskraning

Veiðivörður

Vöktun er á svæðinu og veiðimenn þurfa að tryggja að þeir séu með Veiðikortið við höndina.