Staðsetning:
Hnit: 64° 48.519'N, 21° 45.832'W

Daglegur veiðitími
Leyfilegt er að veiða frá kl. 7 til kl. 24.

Veiðitímabil
Hefst 15. júní og lýkur 20. september.

Langavatn - Vesturland

Langavatn á Mýrum liggur í sunnanverðum Langadal í Mýrasýslu, norðaustur af Grímsstaðamúla.

Leiðarlýsing og fjarlægð frá Reykjavík og næsta bæjarfélagi

Leiðin að Langavatni liggur eftir þjóðvegi nr. 1 um Borgarnes að Svignaskarði. Þar er ekinn 13 km. langur afleggjari, jafnan fólksbílafær, á vinstri hönd, upp með Gljúfurá.  Þá er einnig fært að vatninu eftir leið upp með Langá.

Upplýsingar um vatnið

Langavatn er um 5,1 km2 að flatarmáli og hefur 36 metra dýpi, þegar mest er. Það liggur 215 metra yfir sjávarmáli í fallegu umhverfi. Þangað rennur Langavatnsá að norðan, en Beilá að austan. Úr suðvesturhorni þess fellur hin kunna Langá til suðurs.  Langavatn hefur verið notað til vatnsmiðlunar og því getur yfirborðshæð þess verið nokkuð breytileg. Helstu veiðistaðir eru austarlega í vatninu við hólma, sem eru fram undan leitarmannakofa við vatnið. Góðir veiðistaðir eru einnig við útfall Langár.

Dagsleyfi
Dagsleyfi

Hér getur þú keypt dagsleyfi í Langavatn

Kaupa

Veiðisvæðið

Veiða má í vatninu öllu.

Gisting

Korthafar Veiðikortsins geta tjaldað endurgjaldlaust við vatnið, en enga hreinlætisaðstöðu er þar að finna.

Veiði

Í vatninu veiðist bæði bleikja og urriði, bæði litlir og stórir fiskar.  Netaveiði er bönnuð fyrir handhafa Veiðikortsins.

Agn

Allt löglegt agn: Fluga, maðkur og spónn

Besti veiðitíminn

Nokkuð jöfn veiði er yfir sumarið.

Reglur

Veiðmenn skulu hafa Veiðikortið á sér til að sýna veiðiverði þegar hann vitjar veiðimanna.  Veiðimenn eru einnig vinsamlegast beðnir um að fylla út Veiðiskýrslu á vefnum og senda okkur með tölvupósti.