Staðsetning:
Hnit: 65° 42.433'N, 17° 40.779'W

Daglegur veiðitími
Heimilt er að veiða allan sólarhringinn

Veiðitímabil
Hefst 20. maí og lýkur 30. september

Ljósavatn - Norðurland

Ljósavatn er í Ljósavatnsskarði, Suður-Þingeyjarsýslu, rétt austan við Akureyri.

Leiðarlýsing og fjarlægð frá Reykjavík og næsta bæjarfélagi

Ekið er í gegnum Akureyri í átt til Húsavíkur. Vatnið er í um 25 km fjarlægð frá Akureyri og um 425 km frá Reykjavík sé ekið um Vaðlaheiðargöng.

Upplýsingar um vatnið

Ljósavatn er í 105 m hæð yfir sjávarmáli og mælist um 3,2 km2 að flatarmáli. Mesta dýpi er um 35m og er meðaldýpi um 10 m. Það er mjög vinsælt meðal veiðimanna og mjög hentugt fyrir fjölskyldur. Þjóðvegur 1 liggur meðfram vatninu. Í Ljósavatn falla margir lækir og má þar nefna Geitá og Litlutjarnalæk, en úr vatninu fellur Djúpá.
Dagsleyfi
Dagsleyfi

Hér getur þú keypt dagsleyfi í nokkur vötn

Kaupa

Veiðisvæðið

Heimilt er að veiða í öllu vatninu að undanskyldu landi Vatnsenda sem er frá Geitá að Dauðatanga. Sjá kort.

Gisting

Ekki er heimilt að tjalda við vatnið nema í samráði við landeigendur. Engin hreinlætisaðstaða er á svæðinu.

Veiði

Í vatninu veiðast bæði bleikja og urriði.

Agn

Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spúnn.

Besti veiðitíminn

Jafnan veiðist best á vorin, frá maí og fram í miðjan júlí.

Reglur

Handhafar Veiðikortsins mega fara beint til veiða án þess að skrá sig sérstaklega en skulu hafa Veiðikortið á sér til að sýna veiðiverði. Veiðimenn skulu fylla út veiðiskýrslu á vefnum https://veidikortid.is/veidiskraning við lok veiði. Veiðimenn og útivistarfólk er vinsamlegast beðið að ganga vel um svæðið og virða veiðibann í landi Vatnsenda. Óheimilt er að aka utan vega. Notkun báta er óheimil nema með leyfi landeiganda. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd korthafa. Veiðiverðir selja einnig dagsleyfi í vatnið.

Veiðivörður

Sigurður Birgisson, Krossi S: 894-9574 og Hulda Svanbergsdóttir, Krossi S:868-1975.