Staðsetning:
Hnit: 64° 14.697'N, 21° 5.423'W

Daglegur veiðitími
Heimilt er að veiða frá kl. 8:00 til 24:00.

Veiðitímabil
Hefst 1. apríl og lýkur 15. september.

Vífilsstaðavatn - Suðurland

Vífilsstaðavatn er í Garðabæ, austan við Vífilsstaði.

Leiðarlýsing og fjarlægð frá Reykjavík og næsta bæjarfélagi

Vatnið er við Vífilsstaði í Garðabæ.

Upplýsingar um vatnið

Vatnið er í 38 m. hæð yfir sjávarmáli og mælist um 0,27 km2 að flatarmáli.  Það er mjög vinsælt meðal veiðimanna og þykir mörgum ómissandi að fara þangað á vorin til að fá fyrstu tökur ársins, en einnig til að fara yfir veiðibúnaðinn fyrir sumarið. Þess má geta, að Vífilsstaðavatn er tilvalið til að æfa fluguköst.

Dagsleyfi
Dagsleyfi

Hér getur þú keypt dagsleyfi í ýmis vötn

Kaupa

Veiðisvæðið

Heimilt er að veiða frá suðurbakka vatnsins og austur með honum, að vestanverðu að bryggjunni (sjá kort). Gott er að veiða sunnanmegin í vatninu og undir hlíðinni að austanverðu.

Gisting

Ekki er heimilt að tjalda við vatnið.

Veiði

Í vatninu fæst einkum urriði og vatnableikja.  Mest er um smáa vatnableikju, en einnig veiðist töluvert af stærri fiski, yfirleitt 1-2 pund. Fiskurinn úr vatninu er mjög góður matfiskur.

Tímabil

Á veiðitímabilinu 1. apríl til 15. september má veiða frá kl. 8:00 til kl. 24.00. Dagsveiðileyfi eru seld á 1.000 kr. Þá er millifært inn á reikning 0318-26-50, kt. 570169-6109 með skýringunni veiðileyfi. Nóg að sýna millifærslustaðfestingu til veiðivarða á veiðidegi. Frekari upplýsingar má nálgast í þjónustuveri Garðabæjar í síma 525-8500.

Agn

Aðeins má nota flugu, maðk eða spún. Öll önnur beita og smurefni stranglega bönnuð.

Besti veiðitíminn

Jafnan veiðist best á vorin, í maí og júní.

Annað

Landeigandi ber enga ábyrgð á tjóni er korthafar Veiðikortsins kunna að verða fyrir, eða öðru sem upp kann að koma í tenglsum við veru veiðimanna á viðkomandi veiðisvæði.

Reglur

Vífilsstaðavatn var friðlýst þann 2. nóvember 2007. Vatnið er í eigu og umsjón Garðabæjar og nýtur ákvæða laga um friðlýsingar sbr. lög um náttúruvernd nr. 60/2013. Veiðimenn og útivistarfólk er vinsamlegast beðið að ganga vel um svæðið og fylgja leiðbeiningum á skiltum friðlandsins. Hundar skulu vera í bandi, en um varptímann 15. apríl til 15. ágúst ríkir algjört hundabann í friðlandinu. Notkun vélbáta og kajaka óheimil. Stangaveiðimenn þurfa ekki að skrá sig áður en þeir halda til veiða en hafa Veiðikortið við höndina þegar veiðivörður óskar eftir því.
 Ítrekum óskir til veiðimanna að ganga vel um friðlandið og alls ekki henda taumi, krókum né rusli á jörðina þar sem það er stórhættulegt fuglalífinu.

Veiðivörður

Ásta Leifsdóttir, landvörður S: 820-8580