Staðsetning:
Hnit: 64° 57.589'N, 14° 38.073'W

Daglegur veiðitími
Heimilt er að veiða frá kl. 8:00 til 22:00.

Veiðitímabil
Hefst 1. júní og lýkur 30. september.

Þveit - Austuland

Þveit er í Nesjahreppi í Austur-Skaftafellssýslu

Leiðarlýsing og fjarlægð frá Reykjavík og næsta bæjarfélagi

Vatnið er í 35 km. fjarlægð frá Egilsstöðum, 50 km. frá Breiðdalsvík og 50 km. frá Djúpavogi um Öxi. Vegalengdin frá Reykjavík er um 595 km.

Upplýsingar um vatnið

Skriðuvatn er um 1,25 km2 að flatarmáli og er um 10 m.  Vatnið er í 155 m. hæð yfir sjávarmáli.  Í vatnið renna Öxará, Forvaðará og Vatnsdalsá og úr Skriðuvatni fellur Múlaá.

Dagsleyfi
Dagsleyfi

Hér getur þú keypt dagsleyfi í Þveit

Kaupa

Veiðisvæðið

Vatnasvæðið, sem um ræðir, er Skriðuvatn að austanverðu í landi Vatnsskóga.  Það er svæðið þar sem Skriðuvatn fellur í Múlaá og öll strandlengja vatnsins að austan, allt að Öxará.  Einnig er veiðiréttur í austanverðri Múlaá, frá upptökum árinnar, og 250 metra niður ána allt að merktum landamerkjastólpa.  Einnig er heimilt að veiða í Öxará að austanverðu þar sem áin fellur í Skriðuvatn og upp eftir ánni.  Ákjósanlegt er að stunda veiðar með flugu í lóni sem fellur úr vatninu og í Múlaá.

Gisting

Veiðikortshafi hefur heimild til að tjalda endurgjaldslaust í landi Vatnsskóga, enda gangi hann snyrtilega um land og gróður.  Þar er þó hvorki að finna skipulagt tjaldstæði né hreinlætisaðstöðu.  Einnig er hægt að kaupa gistingu á Egilsstöðum, Breiðdalsvík og Djúpavogi.

Veiði

Skriðuvatn er urriðavatn en einnig veiðist þar bleikja.  Stangaveiði er eingöngu heimil frá bökkum og öll netaveiði er bönnuð.

Agn

Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spónn.

Besti veiðitíminn

Góð veiði er allt sumarið.

Reglur

Handhafar Veiðikortsins geta farið beint til veiða, en verða að hafa Veiðikortið við höndina til að sýna veiðiverði, þegar hann vitjar veiðimanna.  Eitt barn undir fermingu veiðir frítt – greiði fullorðinn veiðileyfi eða sýni Veiðikortið.

Veiðivörður

Ívar Björgvinsson, Vatnsskógum í Skriðdal.