Staðsetning:
Hnit: 65° 15.826'N, 15° 30.987'W

Daglegur veiðitími
Heimilt er að veiða allan sólarhringinn.

Veiðitímabil
Hefst 1. maí og lýkur 30. september.

Sænautavatn - Austuland

Sænautavatn er á Jökuldalsheiði, við Sænautasel.

Leiðarlýsing og fjarlægð frá Reykjavík og næsta bæjarfélagi

Vatnið er um 600 km. frá Reykjavík, 74 km. frá Egilsstöðum 13 km, frá þjóðvegi eitt.

Upplýsingar um vatnið

Vatnið er með djúpan skurð í miðju, dýpst 24 m. Úr vatninu rennur Lónskvísl, sem fellur í Hofsá í Vopnafirði.

Dagsleyfi
Dagsleyfi

Hér getur þú keypt dagsleyfi í Sænautavatn

Kaupa

Veiðisvæðið

Veiða  er heimil í öllu vatninu.

Gisting

Hægt er að kaupa aðgang að tjaldstæði. Einnig er hægt er að kaupa gistingu á Skjöldóflsstöðum (um 20 km.) eða á Aðalbóli, sem er efsti bærinn í Hrafnkelsdal.

Veiði

Mikla bleikju er að finna í vatninu, bæði smáa og stærri fiska. Það grynnkar mjög til jaðrana og veiðist oft vel þar sem grynning og dýpi mætast.  Um lágnættið er oft sérstaklega farsæl veiði.

Agn

Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spónn.

Besti veiðitíminn

Jöfn veiði er yfir veiðitímann, þó yfirleitt meiri í maí og júní.

Reglur

Vinsamlegast skiljið ekki eftir rusl og stranglega bannað er að aka utan vegar.  Korthafar skulu skrá sig í Sænautaseli og sýna þarf bæði Veiðikortið og persónuskilríki.  Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa.

Annað

Hægt er að kaupa veitingar á Sænautaseli t.d. kaffi og lummur. Með fyrirvara er hægt að fá mat keyptan.

 

Veiðivörður

Lilja Óladóttir, Sænautaseli.  Sími: 892-8956 eða 853-6491.