Staðsetning:
Hnit: 64° 45.648'N, 21° 35.389'W

Daglegur veiðitími
Leyfilegt er að veiða frá kl. 7 til kl. 24.

Veiðitímabil
Hefst 20. maí og lýkur 30. september.

Hreðavatn - Vesturland

Hreðarvatn er í Norðurárdal við þjóðveg nr. 1.

Leiðarlýsing og fjarlægð frá Reykjavík og næsta bæjarfélagi

Ekið er Norðurárdalinn og beygt vestur rétt sunnan við Bifröst. Vatnið er í um 115 km fjarlægð frá Reykjavík sé ekið um Hvalfjarðargöng og um 30 km frá Borgarnesi.

Upplýsingar um vatnið

Hreðavatn er aðgengilegt og gjöfult veiðivatn í fallegu umhverfi skammt frá Bifröst. Vatnið er um 1 km2 og mesta dýptin er um 20m. Það stendur í um 56 m. hæð yfir sjávarmáli.

Dagsleyfi
Dagsleyfi

Hér getur þú keypt stök leyfi í ýmis vötn

Kaupa

Veiðisvæðið

Heimilt er að veiða í Hreðavatnslandi sem er norðanmegin í vatninu. Sjá veiðimörk á korti.

Gisting

Bannað er að tjalda við vatnið en ýmsir ferðaþjónustuaðilar eru í nágrenninu.

Veiði

Í vatninu veiðast bæði bleikja og urriði, jafnt litlir og stórir fiskar.

Agn

Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spónn.

Besti veiðitíminn

Best er að veiða í Hreðavatni fyrri hluta sumars en nokkuð jöfn veiði er yfir sumarið.

Reglur

Veiðimenn mega fara beint til veiða en skulu hafa Veiðikortið á sér til að sýna veiðiverði þegar hann vitjar veiðimanna.

Veiðimenn eru einnig vinsamlegast beðnir um að fylla út veiðiskýrslu á vefnum okkur senda okkur á veidikortid@veidikortid.is.
Veiðimenn eru vinsamlegast beðnir um að ganga vel um svæðið og ekki skilja eftir sig rusl.

Öll bátaumferð er bönnuð.