Veiðikortið 2021 komið á sölustaði

Veiðikortið 2021 ætti að vera komið á flesta sölustaði á höfuðborgarsvæðinu, en það fæst hjá N1, OLÍS, veiðivöruverslunum og hér á vefnum. Einnig er Veiðikortið í boði hjá fjölmörgum stéttar- og starfsmannafélögum.

Veiðikortið er frábært jólagjöf og vonandi fá veiðimenn aðgang að 36 vatnasvæðum í jólagjöf.

 

 

Með jólakveðju,

Veiðikortið

Veiðikortið 2021 væntanlegt!

Við kynnum með stolti Veiðikortið 2021. Það er væntanleg innan fárra daga úr prentun þannig að það fer í dreifingu öðru hvoru megin við mánaðarmótin.

Það koma tvö ný vötn inn fyrir komandi veiðisumar, Frostastaðavatn að Fjallabaki og Laxárvatn kemur aftur inn, eftir framkvæmdir við vatnsmiðlun, sem hefur hækkað yfirborðið og gert það að enn betra veiðivatni til stangaveiða.

Veiðikortið hefur verið vinsæl jólagjöf síðustu árin enda höfum við kappkostað við að hvetja veiðimenn og fjölskyldur til að njóta íslensks sumars við falleg vötn. Með Veiðikortið í vasanum geta veiðimenn veitt í 36 veiðivötnum vítt og breitt um landið fyrir aðeins kr. 8.900.-

Við látum ykkur vita um leið og kortið er tilbúið til afhendingar, en hægt er að panta það strax á netinu og fá það sent frítt heim um leið og það verður klárt.

Hér fyrir neðan má sjá forsíðu bæklingsins fyrir Veiðikortið 2021.

 

 

Með veiðikveðju,

 

Veiðikortið

 

Frostastaðavatn í Veiðikortið 2021

Veiðikortið hefur samið við Veiðifélag Landmannaafréttar um að Frostastaðavatn að Fjallabaki verði með í Veiðikortinu 2021.

Frostastaðavatn er stærst vatnanna í vatnaklasanum sunnan Tungnaár. Um er að ræða frábært veiðivatn sem geymir óvenju mikið af silungi. Mest er þó af smábleikju en inn á milli eru vænir fiskar. Vatnið er því eins og sérhannað fyrir þá sem vilja fara með unga veiðimenn með mjög mikla veiðivon.

Read more “Frostastaðavatn í Veiðikortið 2021”

Betri merkimiðar með Veiðikortinu 2021

Við vitum að það getur stundum verið snúið að losa límmiðana sem hafa fylgt með Veiðikortinu úr bílgluggum, sérstaklega eftir að þeir hafa staðið í mörg ár.

Með Veiðikortinu 2021 kemur ný útgáfa af plastmiðum sem festast á gluggann án þess að límast en nóg er að leggja miðann á gluggan en þeir ná góðri bindingu án þess að límast við. Það er ekkert mál að ná þessum miðum af gluggum og vonum við að einhverjir verði ánægðir með þessa breytingu.  Ef þú selur bílinn ætti ekki að vera neitt mál að kippa miðanum úr gamla bílnum og setja í nýja bílinn.

Read more “Betri merkimiðar með Veiðikortinu 2021”

Sléttuhlíðarvatn gefur vel!

Sléttuhlíðarvatn er eitt af þessum vötnum sem gefur jafnan mjög góða veiði enda mikill fiskur í vatninu. Það er staðsett á milli Hofsós og Siglufjarðar.

Sigmundur Elvar Rúnarsson 8 ára fór þangað ásamt föður sínum um helgina og fékk þar sinn fyrsta fiski eftir stutt stopp og veiðibakterían hjá þeim feðgum að lifna við.

Við hvetjum ferðalanga til að kíkja í vatnið þó ekki sé nema stutt stopp þegar verið er að ferðast um landið.  Mikið er af bæði bleikju og urriða í vatninu og klárlega eitt af skemmtilegri veiðivötnum í Veiðikortinu fyrir fjölskyldur.

Read more “Sléttuhlíðarvatn gefur vel!”