Hítarvatn opnar ekki fyrr en næstu helgi og er vegurinn enn blautur og illfær.
Einhverjir veiðimenn hafa verið að laumast inn að vatni og þeir verið að lenda í vandræðum sökum þess að vegurinn er enn mjög blautur. Þegar blautir slóðar eru eknir fer það jafnan mjög illa með slóðana og umhverfisspjöll geta skapast.
Við viljum við minna menn á að ekki fara upp að Hítarvatni fyrr en búið er að opna veginn um næstu helgi!
Með kveðju,
Veiðikortið