Veiði hefst í Kleifarvatni 15. apríl!

Þrátt fyrir að jörð skelfi á Reykjanesinu og jarðskjálftamælar titri, þá hefst veiði í Kleifarvatni á morgun, 15. apríl.

Fyrstu dagar tímabilsins er jafnan eftirsóttir þar hjá þeim sem eru í urriðaleit, en vatnið er frægt fyrir sína vænu urriða. Það er svo ekki fyrr en það fer að hlýna að bleikjan fari að sýna sig.

Þetta er allt að fara í gang!

Góða skemmtun!

Með kveðju,

Veiðikortið

Ískalt upphaf veiðitímabilsins 2024!

Það var vægast sagt kalt um að lítast við Vífilsstaðavatn í morgun, en það var að mestu leyti ísilagt. Einnig var vindasamt þannig að þó svo það hefi bara verið -2° virkaði eins og það væri enn kaldara. Einhverjir veiðimenn tóku þó nokkur köst á þau vik sem voru íslaus.

Önnur vötn eru ísilögð enda mikið frost og vetrarharka verið um landið síðustu daga. Hringvegurinn er lokaður og nánast ófært á vegum á norðurlandi.

Við verðum því að standa þetta veðurfar af okkur og bíða eftir betri tíð.

Gleðilegt veiðitímabil!