Veiðikortið bætir við Blautulónum sem er skemmtilegur kostur á hálendinu fyrir þá sem eru á ferð um Fjallabak.

Blautulón má finna á hálendinu í Skaftártungnaafrétti. Lónin eru tvö. Mest er af smábleikju í lóninu en þar má einnig veiða stærri ránbleikjur og stöku urriða.

Blautulón eru fjölskylduvænn veiðistaður þar sem mikið af fiski er í vatninu og flestir sem þar veiða fá fisk. Hér má veiða eins mikið og hver vill.

Við Blautulón ertu umvafinn eldfjallalandslagi, svörtum söndum og mosagrónum breiðum.

Vissara er að vera á sæmilegum bíl, jeppa eða jepplingi að minnsta kosti.

Við óskum eftir að veiðimenn sem kíkja uppeftir sendi okkur smá skýrslu um bæði veiði og einnig viljum við gjarnan fá myndir frá handhöfum Veiðikortsins.

Hér er hægt að skoða nánari upplýsingar um svæðið >> smella hér <<http://veidikortid.is/ofaerur

Góða skemmtun í sumar!
Veiðikortið

Fyrri frétt
Blautulón í Veiðikortið!
Næsta frétt
Hítarvatn opnar næstu helgi. Vegurinn enn illfær!