Veiðikortið hefur samið við Veiðifélag Landmannaafréttar um að Frostastaðavatn að Fjallabaki verði með í Veiðikortinu 2021.

Frostastaðavatn er stærst vatnanna í vatnaklasanum sunnan Tungnaár. Um er að ræða frábært veiðivatn sem geymir óvenju mikið af silungi. Mest er þó af smábleikju en inn á milli eru vænir fiskar. Vatnið er því eins og sérhannað fyrir þá sem vilja fara með unga veiðimenn með mjög mikla veiðivon.

Góð ferðaþjónusta er í boði á hálendinu og geta veiðimenn og fjölskyldufólk pantað gistingu hjá ferðaþjónustunni Hellismenn (landmannahellir.is) sem og í Áfangagili (afangagil.is).  Einnig geta veiðimenn keypt veiðileyfi í önnur veiðivötn á svæðinu, þar sem fjölmörg góð veiðivötn eru á svæðinu en Veiðikortið gildir aðeins í Frostastaðavatn.  Veiðileyfi fást í Landmannahelli. Við mælum með að veiðimenn panti gistingu með góðum fyrirvara.

Til að komast að vatninu er nauðsynlegt að vera á jeppa eða amk fjórhjóladrifnum jeppling þar sem það þarf að fara yfir 2 lítil vöð.  

Nánari upplýsingar um Frostastaðavatn má lesa á upplýsingasíðu vatnsins hér.

Við bjóðum Frostastaðavatn velkomið í vatnaflóru Veiðikortsins og vonum að korthafa kunni að meta þessa skemmtilegu viðbót.


Það er fallegt við Frostastaðavatn.  Algengustu veiðistaðirnir eru neðan við bílastæðin og í og við hraunið.  @sigurthor

 


Veiðimenn við Hraunið.  Mikil veiði er í vatninu og er Frostastaðavatn kærkomin viðbót við vötnin í Veiðikortinu. @aks

Ef þú lumar á myndum úr vatninu máttu gjarnan senda okkur þær.

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Nánari upplýsingar um Frostastaðavatn má finna á upplýsingasíðu okkar um vatnið: 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Veiðikortið 2021 væntanlegt!
Næsta frétt
Easy peel off sticker with the Fishing Card 2021