Veiðigleði við Elliðavatn á sumardaginn fyrsta

Á sumardaginn fyrsta hefst veiðitímabilið í Elliðavatni. Af því tilefni bjóða Skógræktarfélag Reykjavíkur, Veiðifélag Elliðavatns og Veiðikortið  til veiðigleði kl. 10-14 fimmtudaginn 25. apríl við Elliðavatnsbæinn.

Boðið verður upp á leiðbeiningar og góð ráð um vatnaveiði. Caddisbræðurnir Hrafn og Ólafur Ágúst ásamt Ólafi Tómasi í Dagbók Urriða, sem saman standa að Tökustuði (tokustud.is), verða á staðnum. Starfsmenn Skógræktarfélags Reykjavíkur verða á staðnum og kynna félagið. Hressing í boði í tilefni dagsins. Öll velkomin og frítt að veiða í vatninu.

Dagskrá:

  • Kl. 10–14: Aðstoð við veiðimenn, leiðbeiningar og góð ráð er varða veiði í Elliðavatni.
  • Kl. 11: Kynning frá Tökustuði (Caddisbræður og Ólafur Tómas)  – örnámskeið og fyrirlestur í Elliðavatnsbænum um vatnaveiði með áherslu á Elliðavatn.

Veiðimenn og unnendur Elliðavatns eru hvattir til að mæta og fagna komu veiðisumarsins. Þetta er einnig kjörið tækifæri fyrir nýliða til að kynna sér veiði í Elliðavatni. Veiðimenn geta keypt Veiðikortið á staðnum.

 

Um veiði í Elliðavatni

Elliðavatn er vinsælasta veiðivatn höfuðborgarsvæðisins og afar gjöfult. Veiðitímabilið hefst á sumardaginn fyrsta og lýkur 15. september og er daglegur veiðitími frá kl. 7:00 -24:00. Vatnið er í rúmlega 70 m hæð yfir sjávarmáli og um 1,8 km2 að flatarmáli, mesta dýpi er rúmir 2 m en meðaldýpi um 1 m. Í Elliðavatnið renna Bugða og Suðurá. Hólmsá heitir áin nokkru ofar, áður en hún skiptist í Bugðu og Suðurá. Í vatninu eru bleikja, urriði, lax og stöku sjóbirtingur. Bleikjan var ríkjandi í vatninu en síðasta áratug hefur urriðinn sótt í sig veðrið og er nú að verða algengasta fiskitegundin í vatninu. Lax og sjóbirtingur ganga í vatnið úr Elliðaánum og upp í Hólmsá. Jöfn veiði er í vatninu en vatnið er þó sérstaklega vinsælt í maí. Ýmsar upplýsingar um veiði í Elliðavatni má finna á vef Veiðikortsins (sjá hér) og fróðleik og góð ráð má finna í bæklingi um veiði í vatninu eftir Geir Thorsteinsson hér.

Hér má finna hlekk á viðburðinn á Facebook.

 

Hér eru nokkrar myndir frá viðburðinum 2023.

Veiðikortið 2024 komið út!

Veiðikortið 2024 er komið út og því er hægt að lauma því í jólapakka landsmanna.

Með Veiðikortinu má veiða í 36 vatnasvæðum vítt og breitt um landið fyrir aðeins kr. 9.900.- og rétt er að benda á að mörg stéttarfélög niðurgreiða kortið til sinna félagsmanna.

Litlar breytingar verða á vatnasvæðum á milli ára, en Leirvogsvatn í Mosfellsbæ bætist við en á móti detta út vötnin í Breiðdal, Mjóavatn og Kleifarvatn.

Hæg er að kaupa Veiðikortið 2024 bæði rafrænt eða sem gamla góða plastkortið og fá það sent heim án aukakostnaðar.


Stórveiðimaðurinn Bjarki Bóasson prýðir forsíðu Veiðikortsins 2024, en hann hefur verið duglegur að veiði á vötnum Veiðikortsins síðustu ár. Hægt er að fletta bæklingnum rafrænt hér:

Með kveðju,

Veiðikortið

Vatnaveiðin að komast á fullt!

Nú er einn besti tími vatnaveiðinnar að nálgast en hann er jafnan frá miðjum júní fram í ágúst. Þá er lífríkið komið á fullt og silungar synda nær landi í ætisleit.

Fín veiði hefur þó verið það sem af er sumri.  Elliðavatn hefur verið mjög áberandi enda búið að vera með eindæmum góð veiði þar, jafnt á urriða og boltableikjum.Við höfum heyrt af góðri veiði í Hlíðarvatni í Hnappadal, Hreðavatni, Baulárvallarvatni og Meðalfellsvatni. Óvenju rólegt hefur verið í Þingvallavatni í bleikjuveiðinni en þó einn og einn að fá vænar bleikjur þar og enn eru menn að setja í urriða þar. Sama má segja um Úlfljótsvatn, en þar hafa einnig verið að veiðast vænar bleikjur.

Vötnin fyrir norðan hafa einnig verið að gefa góða veiði en við höfum haft fréttir af fínni veiði í Ljósavatni, Vestmannsvatni og líka Svínavatni.

Við hvetjum veiðimenn til að fylla út veiðiskráningarformið okkar á netinu, en það má finna á veidikortid.is/veidiskraning.

Góða skemmtun í vötnunum í sumar!

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

 

 

Veiðitímabilið er handan við hornið

Þrátt fyrir óvenju kalt vor virðast vera hlýindi í kortunum fyrir næstu helgi.

Við munum fylgjast vel með hvort að ísinn á Vífilsstaðavatni muni hopa í tíma þannig að veiðimenn geti opnað tímabilið formlega næsta laugardag sem er 1. apríl.

Það eru hverfandi líkur á að önnur vötn verði tilbúin en vorið er á næsta leiti og veiðimenn þurfa vonandi ekki að bíða lengi eftir að vatnveiðin fari í gang.

 

Með kveðju,

Veiðikortið

Veiðitúr á Skagaheiði – enn hægt að leigja hús

Skagaheiðin í landi Hvalness er vinsæll áfangastaður veiðimanna og jafnan góð veiði. Hægt er að veiða í 7 veiðivötnum og lækjum sem renna á milli vatnanna.  Það er búið að vera fín veiði þar í sumar.

Einnig er hægt að leigja veiðihús við vatnið en tvö hús eru við Ölvesvatn þar sem er gisting er fyrir 6-8 manns.  Við heyrum í Bjarna í Hvalnesi fyrir skömmu og þá var enn hægt að komast að í húsunum. Þeir sem vilja tryggja sér leigu  eða kanna með lausa daga er bent á að hafa beint samband við Bjarna Egilsson, í síma 893-7756 eða með því að senda tölvupóst á hvalnes730@simnet.is

Það er góður tími á heiðinni að nálgast en þegar líður á sumarið fer fiskurinn í meira mæli í lækina á milli vatnanna þar sem gaman er að egna fyrir þá með þurrflugu eða púpum.

Við vekjum athygli á því að á vatnasvæðið er takmarkaður fjöldi stanga, þannig að nauðsynlegt er að skrá komu sína áður en veiðimenn mæta á svæðið.

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

 

 

 

 

Frábært byrjun í vatnaveiðinni!

Vatnaveiðin hefur farið vel af stað eins og veiðimenn hafa eflaust séð sem fylgja okkur á Facebook og Instagram. Þar reynum við að póst fréttum þegar þær gerast.

Elliðavatnið hefur sjaldan verið einn gjöfult í maí, a.m.k. síðustu árin.  Veiðimenn hafa verið að fá marga urriða um og yfir 50 cm.  Nýlega fór bleikjan að sýna sig er hún í sérstaklega góðum holdum.

Bleikjan er að vakna í Þingvallavatni, en urriðaveiðin þar hefur oft verið betri, þó svo þeir sem þekkja vel til hafa verið að fá einn og einn risaurriða. Það verður spennandi að fara í vatnið á næstu dögum og eldast við bleikjuna, en hún er mjög væn, sérstaklega þessar fyrstu sem mæta á svæðið. Einnig höfum við heyrt af veiðimönnum gera fína veiði í Úlfljótsvatni.

Kuldu og leysingar hafa orðið til þess að jafnan er meira vatn og kaldara í flestum ám og vötnum. Hraunsfjörður er þar engin undantekning, en þar virðist veiðin vera að fara eitthvað seinna í gang. Það má reikna með að veiðimenn eigi eftir að gera gott mót þar á næstunni og við fylgjumst vel með gangi mála þar.

Við viljum minna veiðimenn á að skrá allan veiddan fisk á vefsíðunni okkar, veidikortdi.is/veidiskraning og endilega sendið okkur fréttir og myndir til að deila gleðinni með öðrum veiðimönnum.  Einnig mælum við með að þú notir myllumerkið #veiðikortið þegar þú póstar þínum veiðiminningum á Instagram.

Vatnaveiðin er rétt að byrja! Góða skemmun!

Hér fyrir neðan er mynd frá Óskari Arnarsyni sem fékk þessa fallegu bleikju á Þingvöllum í vikunni og til hægri er mynd frá Daníel Egilssyni með veiði úr Elliðavatni fyrir örfáum dögum.

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

 

Veiðikortið 2022 væntanlegt!

Við kynnum með stolti Veiðikortið 2022. Það er væntanlegt innan fárra daga úr prentun þannig að það fer í dreifingu öðru hvoru megin við mánaðarmótin.

Fyrir árið 2022 bætast við möguleikar fyrir ævintýragjarna veiðimenn, en þeir sem fara í Hólmavatn á Hólmavatnsheiði geta nú einnig veitt í Gullhamarsvatni sem og Selvötnum sem eru í stuttu göngufæri frá Hólmavatni.

Veiðikortið hefur verið vinsæl jólagjöf síðustu árin enda höfum við kappkostað við að hvetja veiðimenn og fjölskyldur til að njóta íslensks sumars við falleg veiðivötn. Með Veiðikortið í vasanum geta veiðimenn veitt í 36 veiðivötnum vítt og breitt um landið fyrir aðeins kr. 8.900.-


Veiðikortið 2022

Við látum ykkur vita um leið og kortið er tilbúið til afhendingar, en hægt er að panta það strax á netinu og fá það sent frítt heim um leið og það verður klárt.

Hér fyrir neðan má sjá forsíðu bæklingsins fyrir Veiðikortið 2022.

Nýr vefur í loftið!

Við höfuð opnað nýjan vef Veiðikortsins!

Við vonum að notendur eigi eftir að njóta betur nýja vefsins, en hann er mun notendavænni og þá sérstaklega á snjalltækjum. Eldri vefurinn var búinn að standa sína plikt frá 2013 þannig að það var klárlega kominn tími á smá uppfærslu.

Búið er að bæta við öflugri veiðiskráningu þar sem veiðimenn geta skráð afla og sent inn myndir um hæl, beint úr símtækinu. Þú færð auk þess tölvupóst með hverri skráningu þannig að þú getur haldið betur utan um veiðina þína.  Þú getur skráð þína veiði á veidikortid.is/veidiskraning og endilega skráið inn veiðina ykkar síðasta sumar!

Það styttist óðum í að Veiðikortið 2022 komi út, en það má búast við því að það verði tilbúið til afgreiðslu fyrstu vikuna í desember eins og áður, tilvalið í jólapakka veiðimanna.  Hægt er að ganga frá kaupum strax á vefsölu okkar, vefverslun.veidikortid.is og fá kortið sent um leið og það verður tilbúið.

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

Urriðadansinn á Þingvöllum

URRIÐADANS Í ÖXARÁ
Hinn árlegi Urriðadans í Öxará verður laugardaginn 16. október og hefst klukkan 14:00.  Jóhannes Sturlaugsson hjá rannsóknafyrirtækinu Laxfiskum mun fræða gesti Þjóðgarðsins á Þingvöllum um urriðann í Þingvallvatni 20. skiptið.
Kynningin hefst við bílastæði P5 þar sem Valhöll áður stóð. Þaðan er gengið meðfram ánni upp undir Drekkingarhyl þar sem risaurriðar og aðrir minni verða skoðaðir og fjallað um lífshætti þeirra.
Gert er ráð fyrir því að kynningin taki um eina og hálfa klukkustund og fá gestir tækifæri til að sjá risaurriðann í návígi og fræðast um þennan stórhöfðingja Þingvallavatns sem á hverju hausti gengur upp Öxará til hrygningar.
Víða við þinghelgina eru bílastæði. Einna flest eru uppi á Haki (P1) og þaðan er um 1200 metra ganga að Valhallarstæðinu. Einnig er slatti af bílastæðum við P2 sem er nær því þar sem gangan endar. Endilega kynnið ykkur bílastæðin á korti sem fylgir myndum hér fyrir neðan.

Þegar viðburðurinn hefst upp úr 14:00 verður líklegast ekki fært til og frá bílastæði P5.

Gott væri ef þeir sem ætla að mæta skrái sig á viðburðinn á Facebook: https://www.facebook.com/events/242462311157954