Veiðikortið 2024 er komið út og því er hægt að lauma því í jólapakka landsmanna.

Með Veiðikortinu má veiða í 36 vatnasvæðum vítt og breitt um landið fyrir aðeins kr. 9.900.- og rétt er að benda á að mörg stéttarfélög niðurgreiða kortið til sinna félagsmanna.

Litlar breytingar verða á vatnasvæðum á milli ára, en Leirvogsvatn í Mosfellsbæ bætist við en á móti detta út vötnin í Breiðdal, Mjóavatn og Kleifarvatn.

Hæg er að kaupa Veiðikortið 2024 bæði rafrænt eða sem gamla góða plastkortið og fá það sent heim án aukakostnaðar.


Stórveiðimaðurinn Bjarki Bóasson prýðir forsíðu Veiðikortsins 2024, en hann hefur verið duglegur að veiði á vötnum Veiðikortsins síðustu ár. Hægt er að fletta bæklingnum rafrænt hér:

Með kveðju,

Veiðikortið

Fyrri frétt
Ískalt upphaf veiðitímabilsins 2024!
Næsta frétt
Urriðadans í Öxará 14. október kl. 14