Árlegur urriðadans undir leiðsögn Jóhannesar Sturlaugssonar verður laugardaginn 14. október klukkan 14:00. Allajafna stendur viðburðurinn yfir í 90-120 mínútur.

Jóhannes Sturlaugsson hjá rannsóknafyrirtækinu Laxfiskum mun fræða gesti Þjóðgarðsins á Þingvöllum um  urriðann í Þingvallavatni , lífshætti hans og almennan hag.

Kynningin hefst við bílastæði P5 þar sem Valhöll áður stóð. Þaðan er gengið meðfram ánni upp undir Drekkingarhyl þar sem risaurriðar og aðrir minni verða skoðaðir og fjallað um lífshætti þeirra.
Gestir fá tækifæri til að sjá risaurriðann í návígi og fræðast um þennan stórhöfðingja Þingvallavatns sem á hverju hausti gengur upp Öxará til hrygningar.

Hér er Jóhannes með einn höfðingjann í Öxará.
Fyrri frétt
Veiðikortið 2024 komið út!
Næsta frétt
Haustið kallar og vötnin loka eitt af öðru!