Þrátt fyrir óvenju kalt vor virðast vera hlýindi í kortunum fyrir næstu helgi.

Við munum fylgjast vel með hvort að ísinn á Vífilsstaðavatni muni hopa í tíma þannig að veiðimenn geti opnað tímabilið formlega næsta laugardag sem er 1. apríl.

Það eru hverfandi líkur á að önnur vötn verði tilbúin en vorið er á næsta leiti og veiðimenn þurfa vonandi ekki að bíða lengi eftir að vatnveiðin fari í gang.

 

Með kveðju,

Veiðikortið

Fyrri frétt
Kleifarvatn – veiði hófst í morgun!
Næsta frétt
Veiðikortið 2023 væntanlegt!