Í morgun hófst veiði í Kleifarvatni á Reykjanesi. Það er fallegur dagur og eflaust margir sem ætla sér að kíkja í vatnið í dag enda veðrið fallegt. Í vatninu er bæði falleg bleikja og von á vænum urriðum. Þeir sem sigta á urriðann mæta gjarnan seinnipartinn eða snemma á morgnana.

Við minnum veiðimenn á að skrá afla í veiðibók, en hægt er að skrá afla á netinu með því að fara á https://veidikortid.is/veidiskraning/ og þar er hægt að senda inn myndir af fiskum með skráningu.

Fréttir og myndir frá opnunardeginum væru vel þegnar á netfangið veidikortid@veidikortid.is

Einnig minnum við á að veiði er hafin í Hraunsfirði og Vífilsstaðavatni en veiðimenn hafa verið að fá ágæta veiði þar síðustu daga þrátt fyrir að hafa farið seint af stað. Meðalfellsvatn opnar svo 19.4 og Þingvallavatn og Elliðavatn 20. apríl sem er jafnframt sumardagurinn fyrsti.

Þeir sem ekki eru komnir með Veiðikortið geta keypt kortið rafrænt og fengið það beint í símann.

Einnig er hægt að kaupa stakan dag í vatnið með því að smella hér.

Með veiðikveðju,

Veiðikortið.

Fyrri frétt
Elliðavatn og Þingvallavatn opna á morgun!
Næsta frétt
Veiðitímabilið er handan við hornið