Sumardagurinn fyrsti er á morgun þrátt fyrir að veðurfræðingarnir segi okkur annað. Það er stór tímamót fyrir vatnaveiðimenn því þá hefst veiðin formlega í Þingvallavatni í landi þjóðgarðsins og Elliðavatni.

Vötnin líta vel út og eftir mildan vetur má gera ráð fyrir því að vötnin verði fljót að taka við sér þegar það fer loksins að hlýna. Veðurspáin fyrir næstu daga er ekki beint spennandi og mættu hitatölur vera mun hærri. Það verður því hálfgert úlpuveður en þeir fiska sem róa og því hvetjum við veiðimenn til að klæða sig vel og mæta á bakkana.


Mynd frá Elliðavatni rétt ofan við stíflu.

 

 

Kleifarvatn á Reykjanesi opnaði fyrir veiðimönnum síðastliðinn laugardag.

Það er lítið að frétta af aflabrögðum síðustu daga enda búið að vera óvenju kalt. Vonum að það rætist úr veðrinu á næstu dögum þannig að lífríkið taki góðan kipp.

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Urriðinn kominn á stjá í þjóðgarðinum
Næsta frétt
Risaurriði í Kleifarvatni?