Nú er veturinn á enda og sumardagurinn fyrsti að renna upp.  Fyrir veiðimenn er það mikið ánægjuefni enda opnar Elliðavatnið fyrir veiði þá og það eru margir sem nota þann dag til að hefja veiðitímabilið. Fjöldi veiðimanna sækir vatnið á opnunardeginum til að veiða og hitta aðra veiðimenn. Í fyrra var 7°hiti um kl. 7 að morgni, en hætt er við að það verði eitthvað kaldara í fyrramálið enda spáir um 0-1° fyrir hádegi. 

Urriðinn hefur tekið vel snemmsumars og því ekki vitlaust að notast við litlar straumflugum ef menn ætla að egna fyrir honum.

Við bendum á Elliðavatnsbæklinginn sem hann Geir Thorsteinsson setti upp á sínum tíma en hann má nálgast hér:

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir sem voru teknar við opnun í fyrra og 2013.

 


Geir Thorsteinsson með fallegan afla sem hann fékk út á Engjum.

 


Ásgeir Kr. Guðmundsson með urriða úr Helluvatninu sem hann fékk snemma morguns. 

 

Um leið og við óskum ykkur gleðilegs sumars þá viljum við minna á að senda okkur fréttir um gang mála á veidikortid@veidikortid.is. Einnig hvetjum við ykkur til að fylgjast með okkur á Facebook og Intagram í sumar.

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Erfið byrjun en þeir fiska sem róa!
Næsta frétt
Þingvallavatn – enn talsverður ís að hluta.