Sumarbyrjunin hefur leikið okkur veiðimenn grátt enda búið að vera mikill kuldi meira og minn það sem af er apríl. Þrátt fyrir það hafa nokkrir veiðimenn ekki geta beðið af spenningi og kíkt í vötnin.

Þingvallavatn var opnað fyrir veiði 20. apríl og þrátt fyrir að ís hafi verið á stórum hluta veiðisvæðisins í þjóðgarðinum voru nokkrir veiðimenn á ferðinni. Einn af þeim var daninn Rasmun Ovesen en hann fékk 3 urriða og fína bleikju. Hér fyrir neðan má sjá mynd af Rasmus í baráttunni við stórfiskinn sem var 80 cm.


Þetta eru ekkert venjuleg átök þegar verið er að glíma við 80cm langan Þingvallaurriða!

 


Svakalega fallegur fiskur. Hér má sjá straumfluguna sem hann notaði. Rauð straumfluga með hvítum búk.


Það er allt í lagi að vera glaður með þennan feng!  

Búið er að vera mjög kalt á Þingvöllum síðustu daga og fáir verið á kreiki. Þorsteinn Stefánsson veiðimaður, hefur eitthvað farið og hefur hann fengið a.m.k. tvo fallega urriða og einnig fallegar bleikjur.

Vonumst til að veiðimenn verði duglegir að nýta þessa löngu helgi sem er framundan og fari til veiða.  

Elliðavatnið opnaði fyrir veiðimenn á sumardaginn fyrsta, 23. apríl.  Það var ískalt og þó nokkrir sem voru við veiðar. Geir Thorsteinsson fékk t.d. 5 fallega urriða út á Engjunum. Einnig hittum við veiðimann sem var að veiða í Helluvatni en hann fékk um 3 punda urriða rétt fyrir neðan þar sem Suðuráin rennur út í Helluvatnið. Kamil Lenski var einnig við veiðar þar  ásamt félaga og fékk hann fínan fisk! 


Hér er Kamil með urriðann sem hann fékk á opnunardeginum í Elliðavatni.


Hressir veiðimenn skelltu í eina "selfie" í kuldanum!   Kamil Lenski ásamt veiðifélaga.

 

Nokkrir veiðimenn hafa lagt leið sína í Eyrarvatn, en það er eitt af þremur vötnum í Svínadal sem komur aftur inn í Veiðikortið núna eftir nokkurt hlé. Við heyrðum í Elvari Grétarssyni staðarhaldara á Þórisstöðum og hann tjáði okkur að veiðimenn hefðu fengið 4 flotta urriða úr Eyrarvatni þann 25. apríl.

Við höfum lítið sem ekkert heyrt af öðrum vatnasvæðum og biðjum veiðimenn að miðla til okkar fréttum.  Á föstudaginn verður opnað fyrir veiði í fleiri vötnum og eru það:

  • Vötnin á Melrakkasléttu
  • Haugatjarnir í Skriðdal
  • Haukadalsvatn 
  • Vötnin í Breiðdal, Mjóavatn og Kleifarvatn
  • Láxárvatn í Dölum
  • Sléttuhlíðarvatn 
  • Sænautavatn
  • Úlfljótsvatn
  • Vatnsdalsvatn í Vatnsfirði.

 

Ekki hika við að senda okkur fréttir á veidikortid@veidikortid.is og einnig bendum við á FB og Instragram í sumar!

Með veiðikveðju,

Veiðikortið 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Starfsmannatilboð Efla
Næsta frétt
Ellidavatn opens tomorrow – first day of summer!