Það var gott veður í dag þrátt fyrir að það hafi verið vindasamt í morgunsárið.

Margir veiðimenn litu við og fengu fína veiði.

Feðgarnir Leifur Ingi Magnússon og sonur hans Sverrir Þór Leifsson 8 ára áttu góða morgunstund þar sem þeir fengu 3 fallega urriða, Alfreð Maríusson fékk 2 urriða í Helluvatni sem voru 2,4 og 3.5 pund, Hörður Heiðar fékk einn 50 cm urriða og stærsta fisk dagsins átti Guðjón Hlöðversson en stærsti fiskurinn hans var 70 cm og hefur verið á að giska 8-10 pund!

Hér fyrir neðan koma nokkrar myndir frá deginum.


Sverri Þór Leifsson með fyrsta fiskinn í morgun.


Sverrir með seinni fiskinn sem hann fékk í morgun.


Leifur Ingi Magnússon með fallegan urriða. Þeir feðgar fengu 3 fiska í morgun.


Guðjón Hlöðversson með 70 cm urriða sem hann veiddi ásamst 4 smærri urriðum í morgun. Einn stærsti urriði 
sem veiðst hefur í vatninu seinni ár.


Alfreð Maríusson mætir í hverju ári ásamt Ásgeiri félaga sínum þegar Elliðavatnið opnar
fyrir veiðimönnum. Hér er hann með fyrri fiskinn sinn en seinni fiskurinn var um 3.5 pund en 
þessi rúmlega 2 pund.


Hörður Heiðar Guðbjörnsson með 50 cm urriða sem hann veiddi í dag í Elliðavatninu.

Það má því með sanni segja að urriðinn hafi tekið grimmt í dag. Við látum þessari myndasýningu ekki alveg lokið en við birtum hér fyrir neðan aðra mynd af Sverri Þór Leifssyni sem tekin var í fyrrasumar, en þá fékk hann þennan glæsilega urriða í vatninu og því góð ástæða fyrir því að hann hafi verið spenntur og var mættur á bakkann með föður sínum fyrir klukkan 7!

 

Við þökkum veiðimönnum fyrir að myndirnar og vonum að veiðimenn verði duglegir að senda okkur myndir í sumar!

 

Með veiðikveðju og von um gleðilegt veiðisumar!

Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Hörku gangur í vatnaveiðinni!
Næsta frétt
Þingvallavatn – Urriðinn er mættur!