Frábært veður og hörku veiði í vötnunum! Veiðimenn eru að fá hann í þjóðgarðinum á Þingvöllum, Hraunsfirði, Meðalfellsvatni og Elliðavatni.

Í Elliðavatni hafa ekki bara verið að gefa flotta urriða en Pawel Domitrz fékk 57 cm bleikju þar 25. apríl. Davið Jaronsson fékk einnig 52 cm urriða auk þess sem hann veiddi vel í Meðalfellsvatni.

Atli Bergmann fékk fínan urriða við Vatnskotið á Þingvöllum í gærkvöldi auk þess sem veiðimenn hafa verið að gera fína veiði þar síðustu daga og núna í morgun. Cezary hefur heldur betur veitt vel í þjóðgarðinum þar sem af er tímabils, en á einni viku hefur hann fengið 27 urriða og margir þeirra rígvænir og meðal annars 90 cm fiska eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan.

 

Flott veður og vötnin svo sannarlega tekið við sér þannig að það er um að gera að njóta blíðunnar og skella sér í veiðitúr!

 


Cezary með einn af 27 fiskum sem hann hefur fengið í þjóðgarðinum. 
Þessi fiskur er um 20 pund og 90 cm.

 

 


Pawel með fallega 57 cm bleikju sem hann fékk á hvítan spún.

 


David Jaronsson með fallegan urriða úr Elliðavatni.

 


Atli Bergmann með flottan urriða úr Vatnskotinu í gærkvöldi!

 

 

 

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Risaurriði úr Kleifarvatni
Næsta frétt
Flottur opnunardagur í Elliðavatni og metfiskur!