Það má með sanni segja að urriðinn sé mættur í þjóðgarðinn á Þingvöllum. Cezary Fijalkowski er búinn að vera við veiðar þar í dag og gengið mjög vel.  Við höfum einnig heyrt af góðri veiði á öðrum svæðum og því má ætla að urriðinn sé kominn á góða hreyfingu í vatninu.

Hann er búinn að setja í 3 fiska og landa tveimur, en fiskur númer 3 sleit 25 punda taum eftir um hálftíma baráttu. Margir eru að velta fyrir sér hvernig búnaður hentar í urriðaveiðina á Þingvöllum, en miðað mið þetta má alveg mæla með að menn útbúi sig með 25 punda flugutaum. Cezary fékk þessa fiska með Rio Big Nasty taum og var að nota stöng Saga Igniter #8. Flugan sem virkaði að þessu sinni heitir Pike Terror Fly.

Fyrsti fiskurinn hans var 86 cm fiskur sem má sjá hér fyrir neðan:


Fyrsti fiskurinn hans Cezary var 86cm og tók vel í.

 


Seinni fiskurinn sem hann landið var rígvænn líka en hann vóg um 9 kg.

 

Ef veiðimenn eru að velta fyrir sér hvaða flugur gefa vel þá má sjá hér sýnishorn ofan í boxið hjá Cezary þar sem sjá má flugurnar sem hann notar og þar á meðal Pike Terror Fly sem virkaði vel í dag.


Hér má sjá dæmi um flugur sem virka vel í urriðann á Þingvöllum.

 

Urriðinn er sem sagt mættur svo nú er um að gera að klæða sig vel og njóta. Minnum á að einugis má veiða á flugu til 1. júní og öllum urriða sleppt.

 

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið.

 

 

 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Flottur opnunardagur í Elliðavatni og metfiskur!
Næsta frétt
Þingvallavatn – urriðatímabilið er byrjað!