í dag, 20. apríl hefst formlega veiði í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Veiðin hefur farið vel af stað á öðrum svæðum í Þingvallavatni sem hafa þegar opnað fyrir veiði þannig að við vonum það besta.

Við minnum á að fyrir landi þjóðgarðsins má aðeins veiða með flugu og öllum urriða skal sleppt aftur, en það gildir frá 20. apríl – 1. júní.

Góða skemmtun og endilega sendið okkur upplýsingar um gang mála á veidikortid@veidikortid.is

 


Hér er Rasmus Ovesen með fallegan urriða frá opnunardeginum 2015, en þá var keimlíkt veður og spáin segir til um í dag.
Þessi mynd er tekin við Leirutá í Lambhaga.

Með kveðju,

Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Þingvallavatn – Urriðinn er mættur!
Næsta frétt
Kleifarvatn á Reykjanesi opnar á morgun!