Nú eru veiðivötnin að opna hvert af öðru. Á morgun, 15. apríl opnar fyrir veiði í Kleifarvatni á Reykjanesi. Vatnið er spennandi snemmsumarsvatn enda margir risaurriðar sem dóla í vatninu og er algengast er að þeir veiðist í apríl og maí. Í framhaldi opnar svo fyrir veiði í Meðalfellsvatni þann 19. og Þingvallavatni þann 20. apríl. Elliðavatnið opnar svo á sumardaginn, sem er 25. apríl í ár.

Varðandi bleikjuna þá segja fróðir menn að ef menn ætla að veiða í dýpinu þurfi gríðarlega langan taum, jafnvel 3-4 metra og draga hægt. Það á að vera árangursríkasta aðferðin í bleikjuveiðinni í Kleifarvatni í klettunum við Syðri-Stapa og Lambhagatanga.

Hér má nálgast nánari upplýsingar um Kleifarvatn.


Marcin með fallega bleikju 2017.

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Þingvallavatn – urriðatímabilið er byrjað!
Næsta frétt
Vatnaveiðin fer rólega af stað