Það er ekki hægt að segja annað en að vatnaveiðin hafi farið rólega af stað. Fyrstu dagar aprílmánaðar voru kaldir og buðu ekki upp á mikla silungsveiði. Margir hafa þó lagt leið sína í Vífilsstaðavatn og Hraunsfjörð, jafnan í skamma stund í senn vegna kulda. 

Það verður sumarlegra samt með hverjum deginum sem líður og strax í næstu má búast við að það verði orðið betra a.m.k hér á suðvesturhorninu.

Einnig styttist í að það opni fyrir veiði í Kleifarvatni (15. apríl) og Meðalfellsvatni (19. apríl). Einnig bíða veiðimenn sem sækja í stórurriðann á Þingvöllum með öndina í hálsinum, en þar hefjast veiðar 20. apríl.  Elliðavatnið fer í gang á sumardaginn fyrsta þannig að biðin er að styttast og við hlökkum til að fá fregnir af veiðimönnum í sumar og hvetjum ykkur til að senda okkur fréttir og myndir í sumar til að deila með öðrum veiðimönnum.


Það styttist í að silungsveiðimenn geti farið að skunda á Þingvelli og reynt við bleikju og urriða.

 

Með kveðju,

Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Kleifarvatn á Reykjanesi opnar á morgun!
Næsta frétt
Meðalfellsvatn opens the 19th of April – typo in brochure