Það er búið að vera fín veiði í Elliðavatni síðustu daga. Flugan er komin á kreik og fiskur hefur verið að sýna sig mikið. Oft getur þó reynst erfitt að finna réttu fluguna en þegar menn hitta á réttu fluguna er gaman.

Mest hefur verið um að menn séu að fá urriða, mest af 40-55 cm fiskum. Flestir hafa verið að nota litlar straumflugur, t.d. Nobblera, Mickey Finn, Black Ghost og fleiri.  Einnig hafa þeir verið að taka dökkar púpur, bæði með og án kúluhaus. Í morgun var eins og fiskur væri að næra sig á púpum sem lágu rétt undir yfirborðinu og var gaman að fylgjast með vænum urriðum sýna bakuggann, "head and tail" sýningar.

Við höfum heyrt af mörgum veiðimönnum sem hafa verið að skjótast í vatnið síðustu daga og má þar nefna að Bjarki Guðmundsson skaust í vatnið í fyrrakvöld ásamt bróður sínum honum Sigursteini.  Sigursteinn fékk þennan fallega urriða sem má sjá hér á myndinni fyrir neðan:


Sigursteinn Guðmundsson með fallegan urriða úr Helluvatni í Elliðavatni.

Við kíktum upp í vatn í morgun og þegar við vorum að fara var veiðimaðurinn Þorsteinn Már Jónsson einmitt að setja í fisk við Brúnna.  Hann landaði fallegri bleikju sem var um 45 cm á að líta, á litla svarta púpu með kúluhaus og appelsínugulan kraga.


Það var talsvert af flugu í morgun við Elliðavatn eins og sjá má.

 


Þorsteinn Már með bleikjuna góðu.


Hér er flugan sem bleikjan tók fyrir neðan brú.

 

Hvetjum veiðimenn sem eru á leiðinni í Elliðavatnið um helgina að muna eftir að hafa Veiðikortið á sér og merkja kennitölu sína inn á kortið.  

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Héðan og þaðan – 26. maí
Næsta frétt
Þingvallavatn fer seint í gang!