Ölvesvatn í júlí !
Okkur voru að berast myndir frá Skúla Matthíassyni sem var við veiðar í Ölvesvatni í lok júlí. Það er greinilegt að urriðinn er í góðum holdum á þessum tíma og þetta er svo sannarlega glæsileg veiði. Þeir félagar fengu um 130 silunga!