Ég og félagi minn skelltum okkur á veiðikortið og ákváðum að taka stutta ferð eftir vinnu í Hítarvatnið. Við brunuðum úr Reykjavík vestur í Hítarvatnið og græjuðum stengurnar í rólegheitunum ca. níu um kvöldið. Við vorum báðir að veiða þarna í fyrsta skipti en við höfðum heyrt sögur af svæðinu. Það sem tók við var alveg svakalega góð skemmtun sem stóð yfir í 4 tíma. Fiskurinn var allan tímann á fullu í agninu, og við lönduðum samtals 16 fiskum á 4 klst.

 Við höfðum ætlað að leggja af stað í bæinn fyrir miðnætti þar sem vinnan tók við næsta morgun en maður hættir seint þegar hann er í tökustuði. Þetta var frábær skemmtun og veiðikortið er búið að opna nýjan möguleika. Við vinirnir áttum þarna góða stund og þær hafa verið og munu verða fleiri þökk sé veiðikortinu.
 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Silungsveiði er framtíðin.
Næsta frétt
Hítarvatn – veiðiferð