Syðridalsvatn í ágúst…. Veiðisaga!

10. júl. 2007
 
Syðridalsvatn í ágúst…..
Okkur barst skemmtileg veiðisaga frá Þorleifi Pálssyni sem ég leyfi mér að birta hér, en hún átti sér stað í Syðridalsvatni við Bolungavík í ágúst 2004.
"Það er búinn að vera heitur dagur á skrifstofunni og tími til kominn að koma sér út í góðaveðrið. Orðrómur er um að síðustu daga hafi sést töluvert af bleikju í Miðdalsvatni í Bolungarvík, en ekki gengið vel að fá hana til að taka í þessum hita sem nú er og þessu logni dag eftir dag. Eftir að hafa farið heim og sótt flugustöngina 

Read more “Syðridalsvatn í ágúst…. Veiðisaga!”

25 punda risaurriði úr Þingvallavatni!

Á fréttavef www.svfr.is er sagt frá ævintýralegum urriða sem Börkur Birgisson veiddi í gærkvöld:
"Í gærkveldi veiddist sannkallað ferlíki í Þingvallavatni. Börkur Birgisson sem var þar á ferð í nepjunni seint í gærkveldi sagði að veiðihugurinn hefði sótt á sig og hann hefði látið sig hafa það að rjúka í veiðigallann í kuldanunum og halda á Þingvöll í fyrsta sinn í vor. Afraksturinn varð meðal annars sannkallað ferlíki er Börkur landaði 25 punda urriða.

Read more “25 punda risaurriði úr Þingvallavatni!”

Vífilsstaðavatn – góð veiði í opnun!

Það var gaman að koma að Vífillsstaðavatnið rétt fyrir kl. 9 í morgun.  Veðrið var frábært, 7° hiti, og margt um manninn á bökkum vatnsins og margir að setja í fiska.  Atli Sigurðsson var mættur um hálf átta og var á ljúka veiðum með 4 bleikjur í farteskinu sem elda átti í hádeginu.  Hér má sjá nokkrar myndir sem teknar voru í morgun 1. apríl 2007 fyrir kl. 9.00.
Við bíðum eftir fréttur úr hinum vötnunum sem opnuðu í morgun, en væntanlega eru einhverjir sem hafa lagt leið sína í Hraunsfjörðinn.

Read more “Vífilsstaðavatn – góð veiði í opnun!”