Á fréttavef www.svfr.is er sagt frá ævintýralegum urriða sem Börkur Birgisson veiddi í gærkvöld:
"Í gærkveldi veiddist sannkallað ferlíki í Þingvallavatni. Börkur Birgisson sem var þar á ferð í nepjunni seint í gærkveldi sagði að veiðihugurinn hefði sótt á sig og hann hefði látið sig hafa það að rjúka í veiðigallann í kuldanunum og halda á Þingvöll í fyrsta sinn í vor. Afraksturinn varð meðal annars sannkallað ferlíki er Börkur landaði 25 punda urriða.

Vegna veðurs var útlit fyrir það að erfitt gæti orðið að munda flugustöngina og því tók Börkur beitustöng með sér. Stóri fiskurinn gerði sér lítið fyrir og tók fjórum sinnum að sögn veiðimannsins og í eitt skiptið tók hann sig til og sleit 28 punda línuna. En ferlíkið lét það ekki stoppa sig og tók agnið hvað eftir annað uns Börkur náði að landa þessum gríðarlega stóra fiski eftir um 35-45 mínútna glímu. Áður en þeim stóra var landað taldi veiðimaðurinn sig heldur betur hafa dottið í lukkupottinn þegar að tíu punda urriða var landað, en í kjölfarið kom sá stóri.
Hér er á ferðinni einn stærsti urriði sem veiðst hefur á seinni árum."
Sjá myndir sem eru fengnar af www.svfr.is
 
 
 
 
 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
19 punda urriði úr Þingvallavatni!
Næsta frétt
Vatnsdalsvatn gefur fallegar bleikjur!