Það hefur farið talsvert leynt yfir veiðinni í Vatnsdalsvatni og lítil umfjöllun verið um vatnið, en vatnið er frægt fyrir fallegar bleikjur og umhverfi.  Magnús Á. Sigurgeirsson stundar vatnið talsvert og fékk fallegar bleikjur þar núna í maí. 

 Veiðikortið fékk nánari upplýsingar hjá honum til að miðla til veiðimanna, en Magnús hefur stundað vatnið lengi og finnst honum þetta vera frábært veiðivatn.
"Varðandi veiðistaði þá hef ég aðallega veitt frá Viteyri, sem er við veginn vestan vatns, og inn úr, að ósi Vatnsdalsár (efri hluta). Þetta svæði hefur ávallt reynst vel.  Þó er von á fiski nánast hvar sem er í vatninu og um að gera að reyna sem víðast. Síðustu árin hafa maí og júní gefið mest, en einnig er hægt að veiða allvel í júlí og fyrri hluta ágúst. Fiskurinn er fyrst og fremst bleikja, mestmegnis á bilinu 1-3 pund, en mun stærri fiskar leynast inn á milli."
Hér má einnig sjá tvær myndir sem hann sendi okkur.  Einnig viljum við hvetja veiðimenn til að miðla reynslu sinni og senda okkur tölvupóst á netfangið veidikortid@veidikortid.is
 
Vatnsdalsvatn – vorveiði 2007
 
 
Fallegar bleikjur sem Magnús fékk í byrjun maí.  Stærri bleikjan er 5 pund en sú minni 2,5 pund. 
 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
25 punda risaurriði úr Þingvallavatni!
Næsta frétt
Vífilsstaðavatn – góð veiði í opnun!