Héðan og þaðan – 8. maí

Það hefur verið óvenju lítið um fréttir þessa fyrstu viku eftir að stóru vötnin, Þingvallavatn og Úlfljótsvatn opnuðu.  Það hefur verið frekar kalt en þeir hörðustu hafa þó verið iðnir við veiðar og uppskorið sæmilega vel.  Hér fyrir neðan eru smá fréttaskot úr vötnunum sem við höfum heyrt frá.   Þessi vötn henta vel á morgun en þá er Uppstigningardagur sem er almennur frídagur.
Vífilsstaðavatn

Read more “Héðan og þaðan – 8. maí”

Kuldalegar opnanir á morgun 1. maí.

 
Á morgun, miðvikudaginn 1. maí, opna flest vötnin í Veiðikortinu og er þá veiðisumarið formlega komið á fullt.  Meðal þeirra vatna sem opna eru mörg af vinsælustu vötnunum í Veiðikortinu og má þar nefna t.d. Þingvallavatn og Úlfljótsvatn. 
Einnig má minna á að Elliðavatnið opnaði 25. apríl og hafa margir verið að fá væna og vel haldna urriða þar á hinum ýmsu stöðum í vatninu.

Read more “Kuldalegar opnanir á morgun 1. maí.”

Þingvellir – fallegir urriðar!

Þingvellir – fallegur urriði sem tók Svartan Nobbler! – – Uppfærður pistill og fleiri myndir!
Sigurður Bogason fór ásamt félögum sínum á Þingvelli snemma í morgun.  Það voru fá mættir en fjölmennt var orðið upp úr kl. 9.00. 
Eftir um klukkutíma veiði fékk Sigurður glæsilegan urriða til að taka Svartan Nobbler.  Viðureignin tók um 25 mínútur og reyndist fiskurinn vera um 11 pund. 

Read more “Þingvellir – fallegir urriðar!”

Kuldalegt en fallegt veður þegar Elliðavatn opnaði í dag!

Gleðilegt sumar! 
 
Það var fallegt veður í dag þegar Elliðavatnið opnaði.  Það var frekar kalt í dag og það fraus í lykkjum á veiðistöngum veiðimanna fyrst um morguninn en stilla og fallegt veður. Það voru margir veiðimenn sem mættu í vatnið í dag þrátt fyrir kuldann.  Menn voru í raun ekki að veiða mikið en það komu þó nokkrir fallegir fiskar á land. 

Read more “Kuldalegt en fallegt veður þegar Elliðavatn opnaði í dag!”

Rólegt við opnun vatnanna.

Rólegt í opnun vatnanna.
 
Þrátt fyrir ágætis veður þá var ekki mikið að gerast í opnun vatnanna.  Vífilsstaðavatn er greinilega ekki alveg komið í gang en Meðalfellsvatn hefur verið að gefa ágætis veiði.  Höfum heyrt af nokkrum sem hafa fengið fína urriðaveiði sem og stöku bleikjur.
Það var margt um manninn við Meðalfellsvatn og nokkrir veiðimenn að fá stöku fiska.

Read more “Rólegt við opnun vatnanna.”

Vorkoma – veiðisaga af vorveiðiferð í vonskuveðri.

 
Gylfi Pálsson sendi okkur skemmtilega veiðisögu frá vorferð í veiðivatn fyrir nokkrum árum.  Sagan er góð hvatning fyrir veiðimenn um að láta slag standa og drífa sig út að veiða þrátt fyrir að veðrið sé ekki upp á marga fiska eins og oft er fyrstu vikur veiðitímabilsins.  Nú eru aðeins tvær vikur í formlega opnun nokkurra vatna þannig að það er gott að undirbúa sig andlega fyrir vorveiðina.
Gefum Gylfa orðið:

Read more “Vorkoma – veiðisaga af vorveiðiferð í vonskuveðri.”

Styttist verulega í opnun vatnanna.

Þar sem nú eru innan við 50 dagar í opnun fyrstu vatnanna sem hafa formlegan opnunartíma hvetjum við menn til að fara að huga að veiðigræjunum og setja sig í startholurnar. 
Einhverjir þurfa að fylla á fluguboxin og aðrir þurfa að gera við eða endurnýja vöðlur.  Þá er gott að hafa tímann fyrir sér til þess að gera allt klárt fyrir nýtt veiðitímabil.  Það er magnað að sjá að um miðjan febrúar eru vötnin hér í nágrenni höfðuborgarsvæðisins íslaus. 

Read more “Styttist verulega í opnun vatnanna.”

Héðan og þaðan – Úlfljótsvatnið að koma sterkt inn.

Það er búið að vera mikil veðurblíða síðustu daga og fiskurinn tekið vel við sér í hlýindunum. 
Margir veiðimenn hafa lagt leið sína á Þingvelli og veitt mjög vel af bleikju sem kemur vel undan vetri og er mjög væn, en algeng stærð er 2-3 pund.  Veiðimenn sem þekkja vatnið mjög vel hafa verið að fá allt upp í 18 bleikjur á hálfum degi en þó er hún oft sýnd veiði en ekki gefin og það getur verið snúið að fá hana til að taka.

Read more “Héðan og þaðan – Úlfljótsvatnið að koma sterkt inn.”