Það er búið að vera frábært urriðaveiði á Þingvöllum það sem af er sumri.  Ásgeir Þór Kristinsson fór ásamt félögum sínum í Þingvallavatn fyrir landi Ölfusvatns sl. fimmtudag og föstudag.
Þeir lentu í ævintýralegri veiði og fengu 22 urriða á flugu. 

Tólf fiskar komu á land á fimmtudeginum og tíu fiskar á föstudeginum.  Flestir voru fiskarnir 1,5-4 pund en tveir voru 5 pund og einn 83 cm sem er það sem við köllum risaurriði og klárlega metfiskur veiðimanns! 
Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá Ásgeiri og óskum við þeim félögum til hamingju þennan flotta afla!
 
Hér er Ásgeir Þór ásamt félaga sínum með stórrurriðann sem hann veiddi á flugu.
 
Hér er Ásgeir í hörkubaráttu við þann stóra!
 
Hér er félagi Ásgeirs, Nuuk, sem fékk fyrsta fluguveidda fiskinn sinn í ferðinni.
 
Með veiðikveðju,
Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Morgunstund gefur gull í mund… á Þingvöllum!
Næsta frétt
Huge brown trout caught at lake Thingvallavatn (national park)!