Bæklingur Veiðikortsins 2015 kominn í vefútgáfu

Stundum er gott að geta skoðað Veiðikortsbæklinginn á vefnum því oft er bæklingurinn sjálfur ekki við höndina þegar á þarf að halda. 
Hægt er að skoða vefútgáfu af Veiðikortsbæklingnum með því að velja flýtileið á forsíðunni.  Einnig er hægt að prenta valdar síður fyrir þá sem t.d. tapa sínum bæklingi eða finna ekki rétt fyrir veiðiferð.

Read more “Bæklingur Veiðikortsins 2015 kominn í vefútgáfu”

Bæklingur Veiðikortsins 2014 kominn í vefútgáfu

Stundum er gott að geta skoðað Veiðikortsbæklinginn á vefnum því oft er bæklingurinn sjálfur ekki við höndina þegar á þarf að halda. 
Hægt er að skoða vefútgáfu af Veiðikortsbæklingnum með því að velja flýtileið hægra megin á forsíðunni.  Einnig er hægt að prenta valdar síður fyrir þá sem t.d. tapa sínum bæklingi eða finna ekki rétt fyrir veiðiferð.

Read more “Bæklingur Veiðikortsins 2014 kominn í vefútgáfu”

Birgir Guðmundsson með flottan urriða sem tók í ljósaskiptunum.

Síðasti séns!

 
Nú styttist í veturinn og vatnasvæðin eru byrjuð að loka hvert af öðru.  Þann 31. ágúst lokaði t.d. Hítarvatn.  Í dag 15. september er síðasti dagurinn sem heimilt er að veiða í Þingvallavatni, Elliðavatni, Vífilsstaðavatni  og Hópinu. Hægt er að skoða samantekt yfir opnunar- og lokunartíma vatnanna hér.

Read more “Síðasti séns!”

Héðan og þaðan – góð bleikjuveiði í ágúst

Það hefur verið fín veiði það sem af er ágúst í vatnaveiðinni. 
Þingvallavatn hefur verið að gefa ótrúlega vel í ágúst og hafa veiðimenn verið að fá mikið af fallegri bleikju.  Systkinin Dagbjartur og Perla voru að veiða í fylgd með föður sínum og fengu þau fallegar bleikjur.  Hér fyrir neðan má sjá myndir frá veiðiferðinni.

Read more “Héðan og þaðan – góð bleikjuveiði í ágúst”

Merktur urriði úr Þingvallavatni II

Merktur urriði úr Þingvallavatni II
Steinar Guðmundsson var við veiðar í Þingvallavatni II fyrir landi Ölfusvatns 10. ágúst síðastliðinn.  Hann veiddi þar fallegan urriða sem var 5 pund og um 60 cm.  Urriðinn var með slöngumerki sem væntanlega er frá honum Jóhannesi Sturlaugssyni hjá Laxfiskum, en hann hefur stundað rannsóknir á urriðanum í Þingvallavatni og Úlfljótsvatni til margra ára.
Við hvetjum veiðimenn sem veiða fiska með merkjum í að hafa samband við Jóhannes Sturlaugsson hjá Laxfiskum.  Hér má nálgast nánari upplýsingar varðandi merkjaskil fyrir merki úr urriðum úr Þingvallavatni og Úlfljótsvatni.

Read more “Merktur urriði úr Þingvallavatni II”

Veiðifréttir – héðan og þaðan

Það er búið að vera fín veiði í vötnunum í blíðunni síðustu daga.  Þegar heitt er í veðri fer oftast skordýralífríkið á fullt og þá er nóg að borða fyrir silunginn.  Þá getur verið erfitt að keppa við náttúrulega fæðu með t.d. flugum eða beitu.  Á næstu dögum er von á kólnandi veðri, í einhverja daga a.m.k. og þá ætti að fiskurinn jafnvel að taka betur. 

Read more “Veiðifréttir – héðan og þaðan”