Veiðimaður sem var á göngu í fallegu veðri við Vífilsstaðavatn í vikunni varð var við hreyfingu undir þunnum ísnum sem lá við bakkana. Það voru 5-6 fallegar bleikjur að leika sér undir ísnum og það má segja að veiðieðlið hafi blossað upp þegar hann varð var við þær.  Hann smellti myndum af bleikjunum sem glögglega má sjá undir ísnum

 
 
 
 
Við þökkum veiðimanninum fyrir deila þessum myndum með okkur.  Það er gott að vita til þess að þessar bleikjur munu verða klárar í slaginn 1. apríl. 
Einnig er rétt að benda á að hægt er að kaupa dorgveiðileyfi  hjá þjónustuveri Garðabæjar að Garðatorgi 7.  Dagleyfi kostar kr. 1.000.-
Með veiðikveðju,
Veiðikortið
 
 
 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Kleifarvatn á Reykjanesi
Næsta frétt
Under the ice!