Þingvallavatn
Það hefur verið mjög fjölmennt á bökkum Þingvallavatns síðustu kvöld en margir vilja freista þess að setja í þann stóra.  Flest kvöld vikunnar er búið að vera fjölmennt í Vatnskoti og veiðimenn að slíta upp einn og einn stórfisk.  Það er svo magnað með urriðann á Þingvöllum að þegar menn veiða 5 punda urriða liggur við að hann sé flokkaður sem „tittur“ miðað við hvernig fiskar hafa verið að koma á land þar síðustu daga.  Það má ætla að búið sé að veiða mörg hundruð urriða úr Þjóðgarðinum sem eru um og yfir 10 pund! 

Benedikt Þorgeirsson fékk þennan fallega urriða í Ölfusvatnslandi sunnanmegin í Þingvallavatni sem hann svo sleppti eins og sjá má í myndbandi sem hægt er að horfa á með því að smella á myndina hér fyrir neðan.
Smelltu á myndina hér fyirr ofan til að sjá Youtube myndbandið. Benedikt Þorgeirsson með flottan urriða.
 
Rögnvaldur Rögnvaldsson hefur verið duglegur að fara í Þingvallavatnið og er hann búinn að landa 14 urriðum.  Stærsti fiskurinn sem hann fékk var tæplega 18 punda fiskur.  Sá fiskur var vigtaður og mældur 86 cm og 46cm í ummál áður en honum var sleppt aftur út í vatnið.   Flesta fiskana hefur hann fengið á flugur sem hann hefur hnýtt sjálfur. Sjá myndir fyrir neðan af nokkrum urriðum.
 
Flottur Þingvallaurriði sem Rögnvaldur veiddi fyrir skömmu.
 
Annar fallegur urriði sem féll fyrir flugum Rögnvaldar.
 
Þessi er þykkur. 
 
Verið að sleppa stórurriða eftir góðan bardaga.  Hann er eflaust frelsinu feginn.
 
Hvað ætli þessi verði stór næst þegar hann veiðist næst!  Veiða, mynda, sleppa!
 
Kevin Sevilla fékk flottan 9 punda urriða þann 5. maí í þjóðgarðinum á fluguna Blue Fox #4.
 
 
Halldór Gunnarsson fékk hrikalega flottan urriða á hvítan Nobble sem var 78cm.  Væntanlega 12-13 punda fiskur í það minnsta enda hnausþykkur.  Hann fékk einnig tvo aðra sem voru aðeins minni og fengu þeir allir að synda aftur í vatnið.
 
Halldór Gunnarsson með fallegan urriða sem fékk líf að loknum miklum bardaga. Fiskurinn tók hvítan Nobbler.
 
Birgir Guðmundsson er búinn að vera duglegur að veiða.  Hann er búinn að fá 4 flotta urriða í þjóðgarðslandi.  
 
Birgir Guðmundsson með einn af 4 stórrurriðum sem hann er búinn að veiða í tveimur ferðum.
Það hefur sem sagt verið nóg að gerast í þjóðgarðinum og Ölfusvatnslandi og sömu sögu er að segja frá öðrum vatnasvæðum í Þingvallavatni.  Nánast öll svæðin hafa verið að gefa frábæra veiði og þeir sem ætla sér að veiða stórurriða í ár ættu að hafa hraðann á þar sem þessir höfðingjar hverfa að mestu út í dýpið þegar það hlýnar frekar.
Rétt er að taka það fram að makrílveiði er stranglega bönnuð í þjóðgarðinum.  Aðeins má veiða með flugu, maðk og spún.  Einnig bendum við á að ekki er talið æskilegt að borða urriða sem eru stærri en 50cm þar sem kvikasilfursmagn í stórurriðanum hefur mælst hátt. 
 
 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Svakalegur urriði veiddist í Vatnskoti!
Næsta frétt
Héðan og þaðan – 8. maí