Hann Elvar Örn Friðriksson fékk datt heldur betur í lukkupottinn í Vatnskoti á Þingvöllum þegar hann setti í og landaði 92 cm hnausþykkum urriða sem var 54cm í ummál.

Fiskurinn tók Svartan Nobbler og lét hann öllum illum látum og vildi greinilega ekki koma í land.  Hann fór tvisvar sinnum langt niður á undirlínu og stökk og djöflaðist en sem betur fer náðist fiskurinn á land.  Eftir mælingar og myndatöku var fisknum sleppt aftur. 
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af fisknum og veiðimanni sem voru teknar af Friðriki Þ. Stefánssyni og birtar með leyfi veiðimanns.
 
Elvar með 92cm urriðann sem hann fékk á Svartan Nobbler í þjóðgarðinum á Þingvöllum
 
Svakalegur styrtla á þessum fiski.
 
Glæsilegur fiskur.
 
Hér fær urriðinn frelsi á ný eftir hetjulega baráttu! 
 
Við óskum Elvari til hamingju með þennan stórfisk og gaman að vita til þess að fiskurinn er ennþá í vatninu öðrum til ánægju vonandi síðar!  Veiða, mynda, sleppa!
 
Með veiðikveðju,
Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Enn veiðast stórurriðar á Þingvöllum!
Næsta frétt
Ótrúleg urriðaveiði á Þingvöllum