Á morgun, miðvikudaginn 1. maí, opna flest vötnin í Veiðikortinu og er þá veiðisumarið formlega komið á fullt.  Meðal þeirra vatna sem opna eru mörg af vinsælustu vötnunum í Veiðikortinu og má þar nefna t.d. Þingvallavatn og Úlfljótsvatn. 
Einnig má minna á að Elliðavatnið opnaði 25. apríl og hafa margir verið að fá væna og vel haldna urriða þar á hinum ýmsu stöðum í vatninu.

Veðurspáin á morgun er samt ekki mjög spennandi fyrir vatnaveiðimenn, en Veðurstofan spáir hitastigi við 1-3° á suðvesturhorninu en kaldara á norðurlandi og inn til landsins.
Þrátt fyrir kuldalegt útlit má búast við að einhverjir veiðimenn láti sig hafa það og klæði af sér kuldann.
 
 
Við viljum minna menn á að fara vel yfir veiðireglur í bæklingi Veiðikortsins áður en haldið er af stað því í einhverjur tilfellum hafa orðið lítilsháttar breytingar sem vert er að kynna sér.
Við óskum veiðimönnum gleðilegs veiðitímabils og bíðum eftir fréttum frá veiðimönnum frá opnun vatnanna og gaman væri að fá sendar myndir með.
Einnig viljum við hvetja veiðimenn til að hjálpa hverjum öðrum með því að vera ávallt með ruslapoka með sér og týna upp rusl er kann að verða á vegi þeirra.  Það er góð tilfinning að skilja eftir sig betur en komið var að. 
Með veiðikveðju,
Veiðikortið
 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Héðan og þaðan – 8. maí
Næsta frétt
Kuldalegt en fallegt veður þegar Elliðavatn opnaði í dag!