Það hefur verið mjög góð veiði síðustu daga á Skagaheiði þrátt fyrir að allt lífríkið virðist vera seinna á ferðinni.   Það má í raun segja að sumarið hafi komið 2-3 vikum seinna en vant er.  Þessa stundina eru fullt á svæðinu, en takmörkun er á stangarfjölda á vatnasvæðinu þannig að þeir sem ætla sér að fara norður á næstu dögum er bent á að hafa samband við staðarhaldara á Hvalnesi fyrst í síma 453-6520.

 
Ævar Ágústsson fór ásamst félögum sínum um miðja vikuna og veiddu þeir frá hádegi á miðvikudag og allan fimmtudaginn.  Þeir veiddum saman um 45 fiska og kemur fiskurinn vel undan vetri í góðum holdum.  Ævar hefur veitt á á sama tíma á þessum svæði í mörg ár og hann sagðist varla muna eftir því að á þessum tíma væri eins vetrarlegt um að lítast og núna, enda mátti sjá stóra snjóskafla skaga út í sum vötnin.
 
 
Fallegir fiskar.  Brot af aflanum hjá Ævari úr Grunnutjörn.
 
Róbert Daníel Jónsson og veiðifélagi, fóru til veiða á miðvikudaginn 12. júní og upplifðu næturveiðiævintýri þar.  Þeir veiddu frá kl. 24.00 til fimm um morguninn.  Þeir veiddu í Grunnutjörn, Ölvesvatni og Fossvatni.
Hér fyrir neðan má sjá skemmtilega myndaseríu sem við fengum senda frá honum Róbert.  Á myndunum má klárlega sjá hversu skemmtileg upplifun er að veiða á heiðinni í fallegu veðri.
 
 
 
 
 
 
Fallegir fiskar á heiðinni!
 
 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Elliðavatn – Bílastæðamál við Kríunes – Vatnsenda.
Næsta frétt
Hraunfjörðurinn að detta í gírinn!