Hér má líta mynd þar sem búið er að teikna inn á hvar veiðimönnum sem ætla að veiða við Kríunes og Vatnsenda er ætlað að leggja bílum sínum.
Talsvert hefur borið á því í vor og sumar að veiðimenn leggi bílum sínum á og við veginn sem liggur að Sveinstöðum og jafnvel við innkeyrslur íbúa við Vatnsendablett. 

 
Einnig hvetjum við veiðimenn til að ganga hljóðlega um svæðið og þá sérstaklega þegar líður á kvöldið til að íbúum við vatnsbakkann verði fyrir sem minnstu truflunum frá okkur veiðimönnum.
 
 
Með veiðikveðju,
Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Góð veiði á Melrakkasléttu!
Næsta frétt
Góð veiði á Skagaheiði og ólýsanlega fallegt vatnasvæði!