Kristinn Jóhann Lund fór ásamt tveimur félögum sínum á Melrakkasléttuna föstudaginn 14. júní.  Þeir voru við veiðar milli 8 og 16 og lönduðu þeir 30 fiskum, bæði bleikjum og urriðum. Bleikjan var um 1-1,5 pund og urriðarnir stærri eða um 2-3 pund.

 
 
Fiskana fengu þeir aðallega á straumflugur.  Bleikur, appelsínugulur Nobbler voru sterkir sem og Mýslan, Dýrbítur í bleiku og svörtu sem og Black Ghost.
Þeir félagar mæla með þessu svæði enda algjör paradís að vera það á fallegum sumardegi sem nóttu.
 
Með veiðikveðju,
Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Vatnaveiðin á góðu róli! – Héðan og þaðan
Næsta frétt
Elliðavatn – Bílastæðamál við Kríunes – Vatnsenda.