Merktur urriði úr Þingvallavatni II

Merktur urriði úr Þingvallavatni II
Steinar Guðmundsson var við veiðar í Þingvallavatni II fyrir landi Ölfusvatns 10. ágúst síðastliðinn.  Hann veiddi þar fallegan urriða sem var 5 pund og um 60 cm.  Urriðinn var með slöngumerki sem væntanlega er frá honum Jóhannesi Sturlaugssyni hjá Laxfiskum, en hann hefur stundað rannsóknir á urriðanum í Þingvallavatni og Úlfljótsvatni til margra ára.
Við hvetjum veiðimenn sem veiða fiska með merkjum í að hafa samband við Jóhannes Sturlaugsson hjá Laxfiskum.  Hér má nálgast nánari upplýsingar varðandi merkjaskil fyrir merki úr urriðum úr Þingvallavatni og Úlfljótsvatni.

Read more “Merktur urriði úr Þingvallavatni II”

First cast catch!

Fish hooked in first cast!
Gunnar Þór Gunnarsson went to lake Úlfljotsvatn and cought this nice brown trout in first cast!  There is a nice season coming up in the lake fishing.  The char is coming near the banks for feeding.  The char is a great fighter and the big brown trout is coming closer.

Read more “First cast catch!”

Veiðifréttir – héðan og þaðan

Það er búið að vera fín veiði í vötnunum í blíðunni síðustu daga.  Þegar heitt er í veðri fer oftast skordýralífríkið á fullt og þá er nóg að borða fyrir silunginn.  Þá getur verið erfitt að keppa við náttúrulega fæðu með t.d. flugum eða beitu.  Á næstu dögum er von á kólnandi veðri, í einhverja daga a.m.k. og þá ætti að fiskurinn jafnvel að taka betur. 

Read more “Veiðifréttir – héðan og þaðan”

Góður dagur á Skagaheiði!


Það er fátt skemmtilegra en að vera upp á Skagaheiði í faðmi fjölskyldu eða vina þegar vel viðrar og vel fiskast.  Róbert Daníel og fjölskylda skelltu sér á heiðina fyrir nokkru og áttu góðan dag á heiðinni.
Myndirnar tala sínu máli og fengum við lánaðar nokkrar myndir frá Róberti sem lýsa svo vel upplifunni sem fylgir verunni upp á heiði við falleg veiðivötn.  Þau veiddu aðallega í Ölvesvatni.

Read more “Góður dagur á Skagaheiði!”

Góð veiði í Úlfljótsvatni!

Það er eins og bleikjan í Úlfljótsvatni sé ánægð með rigningu síðustu daga, en veiðimenn hafa verið að veiða vel þar jafnt smá sem stóra fiska.
 
Halldór Gunnarsson er búinn að veiða reglulega í vatninu og vill hann meina að nú fyrst sé vatnið að almennilega að lifna við.  Hann sá mikið líf og fékk tvær sannkallaðar "kusur" er hann var við veiðar í vatninu í gær.  Stærri bleikjan vóg um 6 pund og sú minni um 4,5 pund. 

Read more “Góð veiði í Úlfljótsvatni!”