Gíslholtsvatn í Holtum

Staðsetning:  Hnit: 63° 56,842’N, 20° 30,179’W

Gíslholtsvatn er í Holtahreppi í Rangárþingi.
 

Leiðarlýsing og fjarlægð frá Reykjavík og næsta bæjarfélagi.

Frá Reykjavík eru um 85 km að Gíslholtsvatni.  Beygt inn á Heiðarveg nr. 284 frá þjóðvegi nr. 1 rétt austan við Þjórsá.
 

Upplýsingar um vatnið:

Tvö vötn eru á svæðinu, Eystra og Vestra- Gíslholtsvatn.  Handhafar Veiðikortsins mega aðeins veiða í eystra vatninu að vestanverðu, þ.e.a.s í landi Gíslholts.  Gíslholtsvatn er um 1,6 km2 að flatarmáli og í 65m hæð yfir sjávarmáli.  Mesta dýpt er um 8 m. en meðadýpt um 2,5 m.
 

Veiðisvæðið: 

Veiði er heimil í eystra vatninu, fyrir landi Gíslholts.  Sjá kort.
 

Gisting:

Mögulegt er að fá að tjalda við vatnið í samráði við landeiganda.
 

Veiði:  

Staðbundin bleikja og urriði.  Bleikjan er öllu jöfnu nokkuð smá en urriðinn getur verið vel vænn. 
 

Daglegur veiðitími: 

Leyfilegt er að veiða allan sólarhringinn.
 

Tímabil:

Veiði er heimil frá því að ísa leysir.  Einnig má  stunda dorgveiði í vatninu, þegar svo ber við, í samráði við veiðivörð.
 

Agn:

Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spónn.
 

Besti veiðitíminn:

Nokkuð jöfn veiði er í vatninu yfir sumarið.  Urriðinn tekur yfirleitt sérstaklega vel snemma á sumrin.
 

Annað:

Veiðimenn eru beðnir um að fara farlega þar sem bakkarnir eru viðkvæmir á sumum stöðum og eitthvað hefur hrunið úr þeim á stöku stað.
 

Reglur:

Vinsamlegast skiljið ekki eftir rusl og stranglega bannað er að aka utan vega.  Handhöfum Veiðikortsins er heimilt að fara beint niður að vatni en hafa Veiðikortið sýnilegt í bílglugga til þæginda fyrir veiðivörð. Lausaganga hunda er bönnuð á svæðinu. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa. Veiði úr bátum er bönnuð. 
 

Veiðivörður / umsjónarmaður:

Bryndís Dyrving, Gíslholti, S: 487-6553 /
GSM: 847-5787
 
 
{pgsimple id=14|caption=0|tsize=medium|tmax=20|imax=200|close=1}
 
 
{weather 9}
 


Sýna stærra kort

Elliðavatn

 


Staðsetning: Hnit: 64° 5,365’N, 21° 45,688’W

Elliðavatn er í Heiðmörk, útivistarsvæði í útjaðri Reykjavíkur og Kópavogs.
 

Leiðarlýsing og fjarlægð frá Reykjavík og næsta bæjarfélagi:

Vatnið tilheyrir bæði Reykjavík og Kópavogi. Hægt er að komast að vatninu með því að fara Heiðmerkurafleggjarann og í gegnum Kópavog til að komast að Vatnsendalandi. Til að komast í Hólmsá má beygja til norðurs rétt austan við Heiðmerkurafleggjarann í áttina að Gunnarshólma. Einnig má komast að ánni með því að beygja til norðurs nokkru austan við Gunnarshólma, eða leggja við brúna yfir hana á Suðurlandsvegi og ganga þaðan upp eða niður með ánni.
 

Upplýsingar um vatnið:

Elliðavatn er vinsælasta veiðivatn höfuðborgarsvæðisins og afar gjöfult. Vatnið er í um 73m. hæð yfir sjávarmáli og er um 1,8 km2 að flatarmáli. Mesta dýpi er rúmir 2 m. en meðaldýpi er um 1 m. Í vatnið renna Bugða og Suðurá. Hólmsá heitir áin nokkru ofar, áður en hún skiptist í Bugðu og Suðurá.
 

Veiðisvæðið:

Veiðisvæðið er Elliðavatn fyrir löndum Elliðavatns og Vatnsenda, auk Hólmsár og Nátthagavatns, þaðan sem Hólmsá rennur. Óheimilt er að veiða í Suðurá. Ekki má veiða nær Elliðavatnsstíflu en 50 metra.
 

Gisting:

Hægt er að kaupa gistingu og veitingar á Kríunesi í Vatnsendalandi og á Gunnarshólma við Hólmsá. Engin skipulögð tjaldstæði eru á svæðinu enda er stutt í þá þjónustu í Reykjavík.
 

Veiði:

Í vatninu eru bleikja, urriði, lax og stöku sjóbirtingur. Bleikjan var ríkjandi í vatninu en síðasta áratug hefur urriðinn sótt í sig veðrið og er nú að verða algengasta fiskitegundin í vatninu. Lax og sjóbirtingur ganga í vatnið úr Elliðaánum og upp í Hólmsá. Urriðinn í vatninu
hefur verið að stækka og síðasta sumar veiddust þar allt upp í sex punda urriðar.  Veiðimenn eru beðnir um að skila inn veiðiskýrslum á heimasíðu Veiðikortsins, www.veidikortid.is.
 

Daglegur veiðitími:

Heimilt er að veiða frá kl. 7:00 til 24:00.
 

Tímabil:

Veiðitímabilið hefst á sumardaginn fyrsta ár hvert og lýkur því 15. september.
 

Agn:

Eingöngu er leyfð veiði með flugu, maðk og spóni, en í Hólmsá má aðeins veiða á flugu! Nefna má margar góðar flugur en mest veiðist á litlar silungapúpur eins og t.d. Tailor, Mobutu, Peter Ross, Peacock, Watson‘s Fancy, svo að einhverjar séu nefndar. Þegar líður á sumarið og fiskurinn tekur að vaka eru þurrflugur góður kostur. Einnig er gott að nota litlar straumflugur fyrir urriðann, eins og t.d. Black Ghost, Mickey Finn, rauðgulan Nobbler, Dentist o.fl.
 

Besti veiðitíminn:

Jöfn veiði er í vatninu. Vatnið er þó sérstaklega vinsælt í maí. Mjög góð veiði er yfirleitt í maí, júní og júlí.
Bestu líkurnar til að veiða urriða eru seint á kvöldin og fyrripart dags.
 

Reglur:

Veiðimenn og útivistarfólk er vinsamlegast beðið að ganga vel um svæðið og skilja ekki eftir sig rusl. Jafnframt eru gestir vinsamlegast beðnir um að hirða upp rusl sem á vegi þeirra verður. Vilji menn gera að aflanum við vatnið eru þeir beðnir um að taka með sér slor og hausa. Óheimilt er að aka utan vega. Öll umferð báta á vatninu er bönnuð nema með leyfi landeigenda. Bent er á bátaleigu á Kríunesi í landi Vatnsenda. Veiðimenn skulu ekki fara inn á sumarbústaðalóðir við vatnið og virða þriggja metra reglu frá vatnsbakka þar sem það getur átt við. Vegna rannsókna á urriða á vatnasvæðinu eru veiðimenn beðnir að athuga hvort veiddir urriðar séu mælimerktir. Merkin eru fest á baki urriðans og geta verið einföld slöngumerki eða rafeindamerki. Merkjum ber að skila til Laxfiska ehf.  www.laxfiskar.is
Í Hólmsá má aðeins veiða á flugu!
 

Veiðivörður / umsjónarmaður á staðnum:

Veiðikortshöfum ber að sýna veiðiverði Veiðikortið og skilríki þegar þess er óskað. Þegar handhafi Veiðikortsins er á bíl er hann beðinn um að hafa Veiðikortið sýnilegt við framrúðu bílsins. 
 
 
{pgsimple id=33|caption=0|tsize=medium|tmax=20|imax=200|close=1}

 
 
{weather 111}
 


View Larger Map

Frostastaðavatn

 

 


Staðsetning: Hnit: 64° 1.021’N, 19° 2.830’W

Frostastaðvatn er í Landmannaafrétt á miðhálendinu og er það stærsta vatnið í vatnaklasanum sem er kenndur við vötnin sunnan Tungnaár.
 
 

Leiðarlýsing og fjarlægð frá Reykjavík og næsta bæjarfélagi:

Ekið er inn á Landveg (26) af þjóðvegi 1 við Landvegamót og ekið sem leið liggur  þangað til komið er að leið merktri Dómadalsleið (Landmannaleið).  Fara þarf að Landmannahelli en þar þurfa veiðimenn að skrá sig og geta haldið þaðan í vatnið, sem er í um 15 mínútna akstursfjarlægð frá Landmannahelli. Akstur frá Reykjavík inn í Frostastaðavatn eru um 2 klst og 40 mín.
 

Upplýsingar um vatnið:

Vatnið er stærst af vatnaklasanum sunnan Tungnaár. Það er í um 570 m. hæð yfir sjávarmáli og er um 2,5 km2 að flatarmáli. Mesta dýpi er rúmir 2 m. en meðaldýpi er um 1 m. Þessi leið er einungis fær fjórhjóladrifnum bifreiðum.  Það þarf að aka yfir kvíslar á leiðinni.
 

Veiðisvæðið:

Um er að ræða allt vatnið. Besta veiðin er í hrauninu en vinsælast er að veiða við bílastæðið. Mikill fiskur er í vatninu og því um að gera fyrir veiðimenn að prófa fleiri staði. 
 

Gisting:

Í Landmannahellir er rekin ferðaþjónustan Hellismenn (landmannhellir.is) og einnig má kaupa gistingu í Áfangagili (afangagil.is). Báðir þessir staðir bjóða upp á gistingu og skipulagt tjaldssvæði með hreinlætisaðstöðu.
 

Veiði:

Í vatninu eru aðallega bleikja en urriði líka. Mest er að smá bleikju og er mikið af henni. Vatnið er sennilega eitt besta veiðivatnið fyrir yngri kynslóðina til að fá örugglega fisk. Einnig eru vænir silungar inn á milli.  Veiðitölur má sjá á www.veidivotn.is
 
 

Daglegur veiðitími:

Heimilt er að veiða frá kl. 7:00 til 24:00.
 

Tímabil:

Veiðitímabilið hefst um 20. júní þegar það er orðið greiðfært uppeftir og því lýkur 15. september
 

Agn:

Heimilt að nota agn, lifandi eða dautt, sem fiskurinn eltir og tekur. Aldrei má nota nema eitt agn við hverja stöng. Við veiði má aldrei nota krækjur eða neitt annað sem festist í fiski að honum óvörum og án þess að hann elti það. Litlar púpur og straumflugur gefa jafnan góða veiði og fyrir þá sem veiða á kaststöng þá er iðulega betra að nota flot og flugu heldur en annað agn.
 

Besti veiðitíminn:

Það er mikið af fiski í vatninu og virðist ekki skipta mála hvaða tíma dags er veitt en almennt veiði best á morgnana og kvöldin.
 

Annað:

Frostastaðavatn er aðeins eitt vatn af fjölmörgum vötnum sunnan Tungnár. Veiðikortið gildir hins vegar aðeins í Frostastaðavatn en auðvelt er að kaupa leyfi í Landmannahelli vilji menn kaupa aðgang að fleiri vötnum. Þar kostar veiðileyfið kr. 4.000.- á stöng á dag. Hafa ber í huga að allt vatnasvæðið er Friðland og biðjum við þá  sem þar fara um að taka tillit til þess í umgengi. 

Hægt er að sjá veiðiferð í vatnið í þættinum Veiðikofinn Fjallableikja í Sarpinum hjá RÚV

 

Reglur:

Veiðimenn skrá sig til veiða í Landmannahelli þar sem þeir fá veiðileyfi með veiðiskýrslu til útfyllingar. Skila ber skýrslunni í Landsmannahelli eða í merktan póstkassa við gatnamótin á Dómadalsleið og Hrauneyjaleið við Tjörfafell. Einnig má taka mynd af veiðiskýrslu og senda á info@landmannahellir.is.

Veiða skal frá landi og eru hólmar friðaðir. Börn yngri en 14 ára veiða frítt með korthafa. Brot á veiðireglum fellur niður veiðirétt samstundis og eiga menn jafnvel á hættu að missa veiðitæki sín og afla, samvæmt heimild í lögum um lax- og silungsveiði. Óheimilt er að gera að fiski við vötnin en bent á aðgerðaborð við Landmannahelli. Skotvopn eru stranglega bönnuð á svæðinu. Fuglar eru friðaðir. Akstur utan vega er bannaður og innan Friðlandsins að Fjallabaki er aðeins heimilt að tjalda á mektum tjaldstæðum. Veiðitölur má sjá á www.veidivotn.is

Óheimilt er að aka utan vega. Notkun báta er aðeins leyfð við netaveiði og fiskirannsóknir. 

Vegna fiskirannsókna á vatnasvæðinu eru veiðimenn beðnir að gæta að hvort veiddir fiskar séu merktir með plastmerki í baki. Þá fiska þarf að mæla lengd og þyngd, skrá númer merkis og tilgreina veiðistað og skila til veiðivarða við Landmannahelli.

 
 

Veiðivörður / umsjónarmaður á staðnum:

Skálaverðir í Landmannahelli sjá um veiðivörslu og bendum við á Landmannahelli ef frekari upplýsinga er þörf.
 
 
{oziogallery 456}

 
 
{weather 111}
 

Þingvallavatn – Þjóðgarðurinn

Staðsetning:  

Þingvallavatn er í Þingvallasveit í Bláskógabyggð.  
 

Leiðarlýsing og fjarlægð frá Reykjavík og næsta bæjarfélagi.  

Vatnið er í um 50 km. fjarlægð frá Reykjavík. 
 

Upplýsingar um vatnið:

Þingvallavatn er í um 100 m. hæð yfir sjávarmáli og mælist um 84 km2 að flatarmáli.  Mesta dýpi er um 114 m.   Vatnið er eitt vinsælasta veiðivatn á landinu og á sér stóran hóp af fastagestum.  Náttúrufegurð og saga gerir Þingvallavatn  einstakt meðal vatna landsins.  Mikið er að djúpum gjám í vatninu.  Búið er að setja upp mjög góða aðstöðu fyrir veiðimenn og tjaldgesti við Vatnskot. Þar eru  smáhýsi með snyrti- og eldunaraðstöðu og upplýsingum um vatnið  og lífríki þess. Gott aðgengi er fyrir hreyfihamlaða við Vatnskot en þar má finna bryggjur. 
 

Veiðisvæðið:  

Handhöfum Veiðikortsins er heimilt að veiða fyrir landi þjóðgarðsins frá Arnarfelli til og með Leirutá. Öll veiði í Öxaráós er bönnuð.   Hægt er að fá kort yfir veiðisvæðið um leið og veiðimenn skrá sig í þjónustumiðstöð.    Helstu veiðistaðir eru í Lambhaga, Vatnskoti, Vörðuvík, Öfugsnáða, Lambhaga  Nautatanga og Hallvík. Veiðibann er í Ólafsdrætti frá 1. júlí til 31. ágúst vegna hrygningar bleikjunnar.
 

Gisting:

Tjaldleyfi er hægt að kaupa í þjónustumiðstöðinni.  Einungis er leyfilegt að tjalda á sérmerktum tjaldstæðum.  Óheimilt er að nota tjaldvagna eða fellihýsi á tjaldstæðinu í Vatnskoti.
 

Veiði:  

Í vatninu eru 4 tegundir af bleikju sem og víðfrægur urriðastofn.  Algeng stærð á bleikjunni er frá hálfu pundi upp í 4 pund.  Bleikjutegundirnar eru: Kuðungableikja, sílableikja, murta og gjámurta.  Bleikjuafbrigðin hafa þróast í vatninu á síðustu 10.000 árum. 
 

Daglegur veiðitími:  

Veiðitími er frjáls. 
 

Tímabil: 

Fluguveiðitímabil hefst 20. apríl og stendur til 31. maí.  Þá má einungis veiða á flugu og öllum urriða skal sleppt. Almennt veiðitímabilið hefst 1. júní og því lýkur 15. september.  Veiðibann er í Ólafsdrætti frá 1. júlí til 31. ágúst vegna hrygningar bleikjunnar.
 

Agn:  

Eingöngu leyfð veiði á flugu, maðk og spón.  Nefna má margar góðar flugur, en mest veiðist á litlar silungapúpur eins og t.d. Peacock, Watson Fancy, svartan Killer svo einhverjar séu nefndar.  Oft reynist vel að nota langan taum og draga mjög hægt sérstaklega þar sem mikið dýpi er. 
 

Besti veiðitíminn:  

Jöfn veiði er í vatninu.  Mjög góð bleikjuveiði er í maí, júní og júlí.  Bestu líkurnar til að veiða urriða eru seint á kvöldin.
 

Reglur:  

Aðeins er heimtil að veiða með flugu frá 20. apríl til 31. maí og skal þá öllum urriða sleppt aftur í vatnið. Frá 1. júní hefst almennt veiðitímabil í vatninu þar sem heimilt er að veiða með flugu, spón og maðki.
Veiðimenn og útivistarfólk eru vinsamlegast beðið að ganga vel um svæðið og skilja ekki eftir sig rusl. Óheimilt er að aka utan vega. Þingvallanefnd áskilur sér þann rétt að takmarka aðgang að vatninu gerist þess þörf.  Veiðikortið gildir aðeins fyrir landi þjóðgarðsins að undanskildu landi Kárastaða.  Vatnið er mjög kalt og eru menn beðnir um að fara að öllu með gát.  Öll veiði úr bátum er bönnuð korthöfum Veiðikortsins.  Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa.  Vegna rannsókna á urriða í Þingvallavatni eru veiðimenn beðnir að athuga hvort veiddir urriðar séu merktir.  Merkin eru á baki urriðans neðan við bakuggann og geta verið einföld slöngumerki eða rafeindamerki. Framan af veiðitíma þegar urriðar veiðast helst í þjóðgarðinum þá er skylt að sleppa þeim að viðureign lokinni og reyndar hvatt til þess að gera það á öðrum veiðitímabilum einnig séu fiskarnir lífvænlegir. Fyrir merkta urriða gildir það sama, en áður en merktum urriða er sleppt þá er óskað eftir því við veiðimenn skrái hjá sér upplýsingar um númer merkisins ef þess er nokkur kostur. Þeim upplýsingum ásamt öðrum upplýsingum um fiskinn sem mögulega eru tiltækar s.s. um lengd hans er óskað eftir að sé skilað í þjónustumiðstöðina Þingvöllum eða til rannsóknarfyrirtækisins Laxfiska. Leiðbeiningar varðandi merkta urriða sem sleppt er má sjá með því að smella hér.  Ef merktum fiski er landað (ekki sleppt), þá má fá upplýsingar um hvernig á að bera sig að með því að smella hér.
 
 

Veiðivörður / umsjónarmaður á staðnum:

Landverðir þjóðgarðsins á Þingvöllum sinna eftirliti og veita upplýsingar.  Hægt er að hafa samband við landverði í þjónustumiðstöð þjóðgarðsins á Leirum en einnig er landvörður staðsettur við vatnið með aðstöðu í Vatnskoti og sinnir eftirliti þaðan. 
 
{pgsimple id=1|caption=0|tsize=medium|tmax=20|imax=200|close=1}
 
{weather 9}


View Larger Map

Vífilsstaðavatn í Garðabæ

Staðsetning:   

Vífilsstaðavatn er í Garðabæ, austan við Vífilsstaði.
 

Upplýsingar um vatnið: 

Vatnið er í 38 m. hæð yfir sjávarmáli og mælist um 0,27 km2 að flatarmáli.  Það er mjög vinsælt meðal veiðimanna og þykir mörgum ómissandi að fara þangað á vorin til að fá fyrstu tökur ársins, en einnig til að fara yfir veiðibúnaðinn fyrir sumarið. Þess má geta, að Vífilsstaðavatn er tilvalið til að æfa fluguköst.
 

Veiðisvæðið:   

 ATHUGIÐ AÐ BANNAÐ ER AÐ VEIÐA Á MERKTU SVÆÐI NORÐANMEGIN Í VATNINU vegna verndunar Flórgoðans. – Sjá kort. Að því frátöldu er heimilt að veiða í öllu vatninu.  Best er að veiða sunnanmegin í vatninu, en einnig undir hlíðinni að norðaustanverðu.
 
 

Gisting: 

Ekki er heimilt að tjalda við vatnið.
 

Veiði:   

Í vatninu fæst einkum urriði og bleikja.  Mest er um smábleikju, en einnig veiðist töluvert af stærri fiski, yfirleitt 1-2 pund. Fiskurinn úr vatninu er mjög góður matfiskur.
 

Daglegur veiðitími:   

Leyfilegt er að veiða frá kl. 8 til kl. 24.
 

Tímabil: 

Veiðitímabilið hefst 1. apríl og lýkur því 15. september. 
Hægt er að sækja um leyfi til dorgveiði á ís.  Dagsveiðileyfi er hægt að kaupa í Þjónustuveri Garðabæjar á Garðatorgi 7 á kr. 1.000.- 
 

Agn:   

Aðeins er heimilt að nota flugur, maðk og spón. Öll önnur beita og smurefni stranglega bönnuð í vatninu.
 

Besti veiðitíminn:   

Jafnan veiðist best á vorin, í maí og júní.
 

Reglur:   

Vífilsstaðavatn var friðlýst þann 2. nóvember 2007 sem friðland.  Vatnið er í eigu og umsjón Garðabæjar og nýtur ákvæða laga um friðýsingar sbr. lög um náttúruvernd nr. 60/2013. Veiðimenn og útivistarfólk er vinsamlegast beðið að ganga vel um svæðið og fylgja leiðbeiningum á skiltum friðlandsins.  Hundar skulu vera í bandi í friðlandinu og notkun báta, beljubáta og kayjaka er óheimil.  Sýna þarf Veiðikortið og persónuskilríki þegar veiðivörður vitjar veiðimanna.  Algjört hundabann er í friðlandi Vífilsstaðavatns frá 15. apríl til 1. júlí.  Ítrekum óskir til veiðimanna að ganga vel um friðlandið og alls ekki henda girni, krókum né rusli á jörðina þar sem það er stórhættulegt fuglalífinu.
 

Veiðivörður / umsjónarmaður á staðnum: 

Linda Björk Jóhannsdóttir, GSM: 820-8574
 
{pgsimple id=29|caption=0|tsize=medium|tmax=20|imax=200|close=1}
 
{weather 111}

Úlfljótsvatn – Vesturbakkinn

Staðsetning:

Úlfljótsvatn er í Grafningi, sunnan Þingvallavatns. Úlfljótsvatns er efsti hluti Sogsins, milli Írafoss- og Steingrímsstöðvar. Veiðisvæðið er vestari hluta vatnsins að undanskildu því landsvæði sem nær frá Fossárósum að Úlfljótsvatnsskirkju.
 

Leiðarlýsing og fjarlægð frá Reykjavík:

Um 65 km. akstur er frá Reykjavík ef farið er um Hellisheiði eða Þingvelli en 40 km. ef farin er svokölluð Nesjavallaleið.
 

Upplýsingar um vatnið:

Vatnið er bergvatn, enda afrennsli Þingvallavatns. Töluverður straumur er í vatninu þar sem gegnumrennsli er að meðaltali 90 þúsund lítrar á sekúndu. Vatnið er um 4 km2 að stærð og yfir 20 m. djúpt þar sem það er dýpst. Úlfljótsvatn stendur í 80 metra hæð yfir sjávarmáli en til samanburðar er Þingvallavatn í 100,5 metra hæð.  
Rétt er að benda á heimasíðu Veiðifélagas Úlfljótsvatns, en hún er http://ulfljotsvatn.wordpress.com/ og má þar finna frekari upplýsingar um svæðið.
 

Veiðisvæðið:

Bandalag íslenskra skáta og Skógræktarfélag Íslands eiga jörðina Úlfljótsvatn en henni tilheyrir um helming vatnsins. Heimilt er að veiða í landi skátanna og skógræktarinnar.  Veiðisvæðið nær í norður að landamerkjum við Steingrímsstöð og í suðri að landamerkjum við Írafoss.  Merkingar aðgreina hvar má veiða. Á síðastliðnum árum gilti Veiðikortið fyrir landi Efri-Brúar, austantil við vatnið, en nú er sem fyrr segir veiðisvæðið umtalsvert stærra við vestari hluta vatnsins. Í Efra-Sogi eru viðkvæmar hrigningarstöðvar stórurriðans. Til að vernda þann stofn er öll veiði í árfarvegi Efra-Sogs bönnuð. Svæðið er vaktað með myndavélum og veiðiþjófar verða kærðir. Þá er minnt á að veiði við stíflumannvirki og stöðvarhús Landsvirkjunnar er bönnuð. Þau svæði eru einnig vöktuð með myndavélum og starfsmönnum Landsvirkjunar og veiðimönnum í Úlfljótsvatni.  Hér er mynd af svæðinu;  ATH. AÐ SVÆÐI 2 ER EKKI INN Í VEIÐIKORTINU.
 

Gisting:

Hægt er að kaupa gistinu á skipulögðu tjaldsvæði Skátanna, en þar er mjög góð aðstaða til útilegu. Frekari upplýsingar má finna á www.ulfljotsvatn.is , meðal annars hvað snertir margs konar afþreyingu á staðnum, s.s. bátaleigu og þess háttar.
 

Veiði:

Mest veiðist af bleikju, en einnig nokkur urriði.  Algengasta stærð fiskanna er hálft til tvö pund, en veiði á stærri fiski hefur aukist hin síðari ár.
 

Daglegur veiðitími:

Veiðitími hefst kl. 7.00 og honum lýkur kl. 23.00
 

Tímabil:

Frá byrjun 1. maí og fram til 30. september.
 

Agn:

Heimilt er að veiða á flugu, spún og maðk. Bannað er að nota markríl, smurefni eða aðra beitu nefnd er hér að framan. Sé önnur beita notuð eða veitt utan svæðið er afli gerður upptækur og viðkomandi vísað af svæðinu.
 

Besti veiðitíminn:

Frá miðjum júní og fram í miðjan ágúst.
 

Annað:

Frábær dvalarstaður fyrir fjölskylduna að dvelja en margt er í boði á svæðinu fyrir alla meðlimi hennar.  Nánari upplýsingar á www.ulfljotsvatn.is
 

Reglur:

Allir veiðimenn þurfa að tilkynna sig ÁÐUR EN FARIÐ ER TIL VEIÐA í þjónustuhúsi á tjaldsstæði. Skráningarbók er í aðalsal og þar er alltaf opið inn. Skrá þarf allan afla að lokinni veiði í veiðibók í þjónustuhúsi á tjaldsstæðinu eða með því að smella hér fyrir rafræna skráningu. Snyrtileg umgengni er skilyrði og bannað er að skilja eftir rusl við vatnið.
Allur akstur utan vega og slóða er stranglega bannaður og verður slíkt athæfi kært til  lögreglu.  Veiðikortshafar sem valda umhverfisspjöllum eru ábyrgir gagnvart landeiganda.
 Veiðiskýrslur er einnig hægt að sækja á vef Veiðikortsins og prenta út.  Ef veiðist fiskur, sem er merktur Veiðimálastofnun, ber að geta þess í veiðiskýrslu.
Ekki er heimilt að koma með eigin báta til veiða í Úlfljótsvatni nema í samráði við landeigendur á hverjum stað.
Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa.
Nánari upplýsingar um svæðið má finna á heimasíðu Veiðifélags Úlfljótsvatns með því að smella hér.  
 
{pgsimple id=6|caption=0|tsize=medium|tmax=20|imax=200|close=1}
 
 
{weather 9}

Meðalfellsvatn í Kjós

Staðsetning:

Meðalfellsvatn er í Kjósarhreppi. 
 

Leiðarlýsing og fjarlægð frá Reykjavík:

Um 50 km. akstur er frá Reykjavík.  Keyrt er inn í Hvalfjörð rétt áður en komið er að Hvalfjarðargöngum.  Síðan er beygt til hægri og ekið frá Hvalfirði um veg nr. 461 sem liggur að vatninu.
 

Upplýsingar um vatnið:

Vatnið er um 2 km2 að stærð og um 18 m. djúpt þar sem það er dýpst.  Vatnið stendur í 46 metra hæð yfir sjávarmáli.  Í vatnið renna Sandsá og Flekkudalsá en úr því fellur Bugsa sem rennur í Laxá í Kjós.  Lax og sjóbirtingur gengur úr Laxá í gegnum Bugðu og í vatnið. 
 

Veiðisvæðið:

Heimilt er að veiða í öllu vatninu.  Bannað er þó að veiða nær ósum en 50 metra. Athugið að veiðisvæðið við upptök Bugðu er vaktað og séu veiðarfæri nær ós en 50 metrum mega menn búast við fjársektum og upptöku veiðarfæra. 
 

Gisting:

Hægt er að kaupa gistingu í nágrenninu.  Má þar nefna Ferðaþjónustuna Hjalla og Eyrarkort.  
 

Veiði:

Mest veiðist af smábleikju, en einnig nokkur urriði, sjóbirtÍngur og lax.  Urriðinn veiðist best fyrrihluta sumars.  Lax gengur oft hratt upp í vatn og hafa menn veitt grálúsuga laxa upp í vatni þannig að mögulegt er að veiða lax frá miðju sumri og út veiðitímabilið.  Þar sem mikið er af smábleikju í vatninu hentar það mjög vel fyrir ungviðið.
 

Daglegur veiðitími:

Veiðitími hefst kl. 7.00 og honum lýkur kl. 22.00
 

Tímabil:

Frá byrjun 19. apríl og fram til 20. september.
 

Agn:

Allt löglegt agn: Fluga, maðkur og spónn.
 

Besti veiðitíminn:

Frá miðjum júní og fram í miðjan ágúst.
 

Annað:

Mjög þægilega aðkoma er á vatninu og er tilvalið fyrir fjölskylduna að skjótast í vatnið til veiða.
 

Reglur:

Snyrtileg umgengni er skilyrði og bannað er að skilja eftir rusl við vatnið.
Allur akstur utan vega og slóða er stranglega bannaður og verður slíkt athæfi kært til  lögreglu.  Veiðikortshafar sem valda umhverfisspjöllum eru ábyrgir gagnvart landeiganda.  
Veiðiskýrslur er einnig hægt að sækja á vef Veiðikortsins og prenta út.  Ef veiðist fiskur, sem er merktur Veiðimálastofnun, ber að geta þess í veiðiskýrslu. 
Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa.
 
LÖG OG RÉTTUR VIÐ MEÐALFELLSVATN – UPPLÝSINGAR FRÁ WWW.KJOS.IS     http://www.kjos.is/allar-frettir/nr/72056/  
Uppá síðkastið hefur orðið vart nokkrar misklíðar varðandi framkvæmdir og umgengni við Meðalfellsvatn. Annarsvegar  lítur ágreiningurinn að leyfisskyldum framkvæmdum við vatnið, sem gerðar hafa verið athugasemdir við og hinsvegar umgengni og rétt veiðimanna til að athafna sig við vatnið.
Vert er að minna á helstu reglur sem gilda varðandi ofangreint.
Meðalfellsvatn er á Náttúruminjaskrá og nýtur sérstakrar verndar. Í aðalskipulagi er  50 m. breið ræma umhverfis vatnið skilgreint sem “opið svæði” þar sem ekki er gert ráð fyrir mannvirkjagerð m.t.t. undantekningum.
Allar framkvæmdir við vatnið eru leyfisskildar til byggingar-og skipulagsyfirvalda í Kjósarhreppi samkvæmt skipulags-og byggingarlögum, lögum um lax og silungsveiði og náttúruverndarlögum. Gildir þar einu hvort um sé að ræða hverskonar byggingar eða röskun á fjöruborði með greftri eða efnisburði í vatnið og í fjöru þess.
Þá er rétt að árétta að öll lögmæt umferð gangandi manna er heimill umhverfis vatnið og óheimilt er að framkvæma nokkuð það sem hindrar  slíka umferð. Þurfi að girða í vatn út, skal hlið eða stigi vera á girðingunni. Veiðimenn eru því í fullum rétti til veiða, hvort sem er á vatnsbakka framan við sumarhús eða hvarvetna annarstaðar.
Umferð ökutækja er hinsvegar óheimil utan hefðbundinna slóða og í fjöru vatnsins einsog hver annar utanvegaakstur.
 
{oziogallery 459}
 
 
 
{weather 9}
 

Kleifarvatn á Reykjanesi


Staðsetning:  

Kleifarvatn er á Reykjanesskaga, staðsett á milli Sveifluhálsar og Vatnshlíðar.
 

Upplýsingar um vatnið:

Kleifarvatn er eitt af stærstu vötnum landsins, um 8 km2. að stærð og 136 m. yfir sjávarmáli.  Mesta dýpi í vatninu er um 90 m. á móts við Syðri Stapa.  Meðaldýpi í vatninu er um 29 m. Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar fer fyrir veiðiréttinum í vatninu.  Kleifarvatn er frægt fyrir stórfiska og mælingar sýna mikið af fiski í vatninu, einnig hafa kafarar séð mikið af vænum fiski þar. Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar hefur hafið ræktunarátak í vatninu og sumarið 2006  var sleppt um 10.000 ársgömlum urriðaseiðum í vatnið. Sleppingum verður haldið áfram næstu ár auk þess sem slóðar í kringum vatnið hafa verið lagfærðir. 
Leiðarlýsing og fjarlægð frá Rvk. og næsta bæjarfélagi.
 
Fjarlægð er um 34 km. frá Reykjavík.  Auðvelt er að komast að vatninu, en aka þarf Krísuvíkuleið og liggur vatnið meðfram þjóðveginum.
 

Veiðisvæðið:

Veiði er heimil í öllu vatninu.
 

Gisting:

Engin gistiaðstaða er við vatnið.
 

Veiði: 

Í vatninu er bæði bleikja og urriði.
 

Daglegur veiðitími:  

Heimilt er að veiða allan sólarhringinn.   
 

Tímabil:

Veiðitímabilið er frá 15. apríl til 30. september.  
 

Agn:  

Fluga, maðkur og spónn. 
 

Besti veiðitíminn:

Veiði er nokkuð jöfn yfir daginn.
 

Reglur:

Handhöfum Veiðikortsins ber að vera með kortið og skilríki á sér og tilbúnir að sýna það veiðiverði þegar hann vitjar veiðimanna.  Það er stranglega bannað að skilja eftir sig rusl og aka utan vega.  Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa.  Óskað er eftir að því að menn sendi upplýsingar um afla með tölvupósti á netfangið veidikortid@veidikortid.is.  Bátaumferð á vatninu er bönnuð.
 

Veiðivörður / umsjónarmaður á staðnum:

Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar.  
 
{pgsimple id=24|caption=0|tsize=medium|tmax=20|imax=200|close=1}
 
{weather 111}