Vífilsstaðavatn – góð veiði í opnun!

Það var gaman að koma að Vífillsstaðavatnið rétt fyrir kl. 9 í morgun.  Veðrið var frábært, 7° hiti, og margt um manninn á bökkum vatnsins og margir að setja í fiska.  Atli Sigurðsson var mættur um hálf átta og var á ljúka veiðum með 4 bleikjur í farteskinu sem elda átti í hádeginu.  Hér má sjá nokkrar myndir sem teknar voru í morgun 1. apríl 2007 fyrir kl. 9.00.
Við bíðum eftir fréttur úr hinum vötnunum sem opnuðu í morgun, en væntanlega eru einhverjir sem hafa lagt leið sína í Hraunsfjörðinn.

Read more “Vífilsstaðavatn – góð veiði í opnun!”

Hítarvatn – veiðiferð

Ég og félagi minn skelltum okkur á veiðikortið og ákváðum að taka stutta ferð eftir vinnu í Hítarvatnið. Við brunuðum úr Reykjavík vestur í Hítarvatnið og græjuðum stengurnar í rólegheitunum ca. níu um kvöldið. Við vorum báðir að veiða þarna í fyrsta skipti en við höfðum heyrt sögur af svæðinu. Það sem tók við var alveg svakalega góð skemmtun sem stóð yfir í 4 tíma. Fiskurinn var allan tímann á fullu í agninu, og við lönduðum samtals 16 fiskum á 4 klst.

Read more “Hítarvatn – veiðiferð”